Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 14
14 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005
brigðisþjónustuna og myndast hefur gagnvirkt
samband á jafningjagrundvelli milli notenda
og heilbrigðisstarfsmanna. Einnig má nefna
ávinning fyrir okkur nemana þar sem við höf-
um fengið tækifæri til að nýta þá þekkingu
sem við höfum aflað okkur í námi í iðjuþjálf-
un og reynslu í að vinna með geðsjúkum á
jafningjagrundvelli.
Þátttaka í verkefninu „Notandi spyr not-
anda" hafði ekki einungis áhrif á sjúklinga
sem fengu tækifæri til að hafa áhrif á þjónust-
una og nefndu einnig að meðlimir Hugarafls
væru fyrirmynd þeirra og fannst styrkleiki að
sjá aðra notendur í bata sem veitti þeim von
um eigin bata. Einnig hafði þátttakan í verk-
efninu jákvæð áhrif á þá einstaklinga í Hugar-
afli sem unnu hörðum höndum til að það gæti
orðið að veruleika en komið verður inn á
upplifun þeirra í lokin. Hver og einn lagði
persónulegan metnað í að framkvæma alla
þætti verkefnisins sem varðaði undirbúning,
gagnaöflun og gagnagreiningu.
Forsendur sem lagt var upp með við gerð
þessa verkefnis var að kanna hvort meðlimir
Hugarafls væru færir um að sinna gæðaeftir-
liti með aðstoð iðjuþjálfanema og fagaðila
innan heilbrigðisstétta. Hugarafl stóðst þær
kröfur sem gerðar voru til þeirra varðandi alla
þætti við framkvæmd verkefnisins og eru þeir
hæfir til að vinna að gæðaeftirliti geðheil-
brigðisþjónustunnar í framtíðinni. Við vonum
svo sannarlega að áframhald verði á þessari
vinnu Hugarafls, ekki einungis á þjónustu við
geðsjúka heldur einnig við þá sem þurfa að
nýta sér heilbrigðisþjónustu almennt.
Meðlimir Hugarafls voru beðnir um að
skrifa niður hver fyrir sig upplifanir sínar á því
að taka þátt í verkefninu „Notandi spyr not-
anda" til að veita svörun á hvers konar áhrif
þátttaka í gæðaeftirlitinu hafði haft á þá per-
sónulega. Öll voru þau sammála um að verk-
efnið hafði verið ögrandi og erfitt en jafnframt
mjög skemmtilegt. Það sem eftir stóð var
reynsla sem mörg þeirra óraði ekki fyrir að
þau ættu eftir að upplifa.
Verkefnið Notandi spyr notanda - nýtt at-
vinnutækifæri geðsjúkra reyndi á að við iðju-
þjálfanemarnir nýttum alla þá þekkingu sem
við höfðum aflað okkur í námi og það gerðum
við eftir bestu getu með því að deila henni
með Hugarafli.
Þessi vinna skilur því eftir sig ómetanlega
reynslu og þekkingu sem við nemarnir mun-
um koma til með að nýta okkur og hefur mót-
að okkur sem fagmenn framtíðarinnar.
Harpa Ýr Erlendsdóttir og Valdís Brá Þorsteinsdótt-
ir (2004). Notandi spyr notanda – nýtt atvinnu-
tækifæri geðsjúkra: Gæðaeftirlit á geðdeildum
LSH. Óbirt skýrsla, Reykjavík: Nýsköpunarsjóður
námsmanna.
HTS ehf er nýlegt fyrirtæki en byggir á gömlum og traustum grunni. Á árinu
2001 var Stoð hf, sem stofnað var 1982, skipt í þrjú fyrirtæki, STS hf styrkur
og stoð, HTS ehf hjálpartæki - stoð og Stoð ehf stoðtækjasmíði.
STS er móðurfyrirtækið sem sinnir allri þróunarvinnu sem og stjórnun og
eignaumsýslu. Stoð sinnir fjölbreyttri stoðtækjaþjónustu og smíði ásamt
sjúkraskósmíði. Nú nýverið hefur Stoðtækni í Kringlunni bæst við starfsemi
Stoðar sem eykur enn fjölbreytni þjónustunnar.
HTS sinnir sölu á miklu úrvali af tilbúnum stoð- og hjálpartækjum auk inn-
flutnings á hráefni til stoðtækjasmíði.
Þessi fyrirtæki starfa öll að Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði, í hentugu húsnæði
með góðu aðgengi, að auki starfsemi Stoðar - Stoðtækni í Kringlunni. Fyrirtæk-
in eru hvert með sitt sérsvið en njóta kostanna af nálægðinni og samvinnunni.
HTS tekur þátt í útboðum Tryggingastofnunar ríkisins á hjálpartækjum og
tilbúnum stoðtækjum. Núna er HTS með samninga um sölu á hjólastólum og
gönguhjálpartækjum, bað og salernishjálpartækjum, sjúkrarúmum og fólkslyft-
um, ásamt tilbúnum spelkum í spelkusamningnum. Í þessum samningum er
HTS með fjölbreyttar og góðar vörur sem henta mismunandi hópum notenda.
HTS er með góða ráðgjöf varðandi tækin, val á þeim og möguleikum til út-
færslu sem hentar best notandanum. Einnig erum við með sýningartæki af al-
gengustu gerðunum sem hægt er að fá lánuð til mátunar.
Fyrir utan samningsvörur er mikið úrval af stoð og hjálpartækjum. Má þar
nefna rafmagnshjólastóla og ýmsan búnað tengdan þeim s.s. tjáskiptabúnað,
vinnustóla í ýmsum útfærslum og flutningstæki til að létta aðstoðarfólki vinnu
sína. Við bjóðum gott úrval af ADL smáhjálpartækjum bæði hér á lager og eins
sem hægt er að panta. Mjúkvörur, eins og hárkollur, gervibrjóst og brjóstahald-
arar eru jafnan til á lager í fjölbreyttu úrvali og einnig sjúkrasokkar og ermar í
mismunandi stífleikum, stærðum og gerðum, bæði staðlaðar stærðir og sér-
saumað.
Hjá HTS starfa fimm manns. Nýjasti starfsmaðurinn er Steinunn Jóhanns-
dóttir iðjuþjálfi sem til að byrja með mun aðallega verða við störf á morgnana.
Styrkir það þann góða hóp sem fyrir er að fá iðjuþjálfa til starfa.
Við bjóðum fagfólk velkomið að skoða aðstöðuna og tækin. Látið vita af
ykkur í síma 565 2885 og við tökum vel á móti ykkur.
Gíslný Bára Þórðardóttir
þroskaþjálfi, forstöðumaður HTS.
! "
#$ %$