Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 13
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 13
efnið var alls ekki auðveld þar sem
það var bæði ögrandi og krefjandi fyr-
ir okkur nemana. Jafnvægið milli þess
að vera stjórnandi verkefnisins og
þátttakandi var oft erfitt að finna.
Einnig var mikil tímapressa á okkur
öllum allan tíman við að framfylgja
þeirri áætlun sem hver hluti verkefnis-
ins hafði og einnig þurftum við að
standa í skilum til Nýsköpunarsjóðs
með framvinduskrýrslur fyrir hvert
tímabil. Með þessari vinnu og mikla
undirbúningi var því hópurinn orðinn
tilbúin til að takast á við næsta skref
sem var gagnaöflunin.
Gagnaöflunin stóð yfir í fjórar vikur
eða frá 28 júní til 23 júlí 2004. Vegna
takmörkunar á tíma var ákveðið að
taka aðeins út þrjár geðdeildir að þessu
sinni en þess má geta að við kynningu
á verkefninu voru fimm deildir sem
höfðu áhuga á að taka þátt. Mynduð
voru þrjú vinnuteymi frá Hugarafli en
hvert þeirra sá um eina deild. Þannig
var hægt að passa upp á að innan
hvers teymis væru einstaklingar með
mismunandi styrkleika sem sinntu
þeim viðtalshlutverkum sem til þurfti
hverju sinni. Viðtölin voru í heildina
16 og fóru fram virka daga ýmist fyrir
eða eftir hádegi sem fór eftir deildum
og stóðu yfir í einn til einn og hálfan
klukkutíma í senn. Til að undirbúa við-
tölin frekar var hringt á deildarnar
áður en farið var af stað til að boða
komu okkar og kanna hve margir voru
búnir að skrá sig. Þannig gat hópurinn
undirbúið sig enn betur með hlutverk
og fjölda því ákveðið var að meðlimir
Hugarafls yrðu aldrei fleiri en þeir not-
endur sem sóttu viðtölin. Einungis
voru notendur viðstaddir í viðtölunum
og engir fagaðilar. Hugarafl sem í þessu
tilfelli voru fyrrverandi notendur tóku
viðtöl við inniliggjandi sjúklinga. Með
þessum hætti sköpuðust umræður á
jafningjagrundvelli sem hefðu líklega
verið allt öðruvísi ef einhverjir fagaðil-
ar hefðu verið viðstaddir. Stuðst var
við aðferðafræði eigindlegra rann-
sókna í viðtölunum en þau fóru fram í
rýnihópum þar sem ákveðnar spurn-
ingar voru hafðar að leiðarljósi en til-
gangurinn var að finna út hvað not-
endum fannst um þjónustuna á deild-
inni og umræðan sem kom í kjölfarið
varð að ákveðnu þema sem unnið var
út frá. Í viðtölunum var lagt upp með
að fá fram huglæga upplifun notend-
anna. Meðlimir Hugarafls þurftu að
gæta þess að vera ekki með fyrirfram
ákveðnar skoðanir um hvað ætti að
taka upp heldur var umræðan opin og
frjálsleg. Einnig var leytast eftir að
skapa rólegt og notalegt umhverfi
þannig að fólki liði vel og boðið var
upp á kaffi, vatn og djús. Þátttaka not-
enda var ekki bundin við sérstaka
sjúkdómsgreiningu eða ástand heldur
höfðu allir þeir sem sýndu áhuga á að
sækja viðtölin rétt til þátttöku í verk-
efninu. Þar sem verkefni þetta var for-
könnun en ekki rannsókn höfðum við
ekki leyfi til þess að taka upp viðtölin
og þurftu því einn til tveir ritarar að
skrá niður allar upplýsingar sem fram
komu. Þegar viðtölunum lauk var
haldið í Drápuhlíðina þar sem Hugar-
afl hefur aðsetur til þess að vinna úr
gögnunum. Ritarar lásu upp það sem
þeir náðu að skrifa niður og áheyr-
endafulltrúar og spyrjendur bættu við
ef eitthvað vantaði upp á. Með þessum
hætti náðist að fanga þær upplýsingar
sem fram komu í hverju viðtali fyrir sig.
Síðasti mánuðurinn fór í að vinna
úr þessum gögnum sem Hugarafl hafði
aflað í viðtölunum. Þar sem lagt var
upp með að fanga ákveðin þemu í við-
tölunum voru gögnin greind í þau
þemu sem oftast komu fram.
Þegar búið var að taka saman þessi
þemu sem voru í heildina ellefu var
ákveðið að notast við Svót-greiningu
til að greina gögnin ennfrekar þar sem
hún þótti við hæfi vegna einfaldleika í
notkun og þarfnaðist ekki sérþekking-
ar til að framkvæma hana. Svót-grein-
ing er nokkurskonar rammi til að
greina eða koma auga á innri styrk og
veikleika ásamt ógnunum og tæki-
færum. Þegar búið var að taka saman
allar upplýsingar voru helstu niður-
stöður teknar saman í notendabæk-
ling og einnig var Svót-greiningin send
deildarstjórum hverrar deildar sem
gæðaeftirlitið var framkvæmt á. Not-
endabæklingnum var dreift á þær
deildir sem gæðaeftirlitið fór fram til
þess að sýna notendum sem tóku þátt
hvernig upplýsingarnar voru notaðar
sem komu frá þeim. Þessi bæklingur
var einnig settur á heimasíðu Hug-
arafls hugarafl.is og er hægt að nálgast
hjá þeim. Það var svo í höndum okkar
nemanna að taka saman alla vinnu
sumarsins í skýrslu sem við þurftum að
skila inn til Nýsköpunarsjóðs náms-
manna en þess má geta að hægt er að
nálgast skýrsluna á bókasafni Háskól-
ans á Akureyri.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 15.
október síðastliðinn var verkefnið
kynnt og helstu niðurstöður þess.
Skýrslan sem við nemarnir tókum
saman eftir vinnu sumarsins var afhent
sviðsstjórum geðdeilda LSH, Heil-
brigðisráðherra, félagsmálaráðherra og
fulltrúa landlæknis. Í kjölfarið af þess-
um fundi lagði Eydís Sveinbjarnardótt-
ir, sviðsstjóri geðssviðs, til að komið
yrði á fót vinnuhóp frá Hugarafli og
gæðaráði LSH sem myndi vinna að því
að nýta samantekt verkefnisins með
því að útbúa framkvæmdaráætlun um
aukin gæði þjónustunnar sem veitt er á
geðdeildunum. Þessi vinna er nú þegar
hafin þar sem tveir fulltrúar Hugarafls
vinna nú markvisst ásamt gæðaráði
geðdeilda LSH að þessari vinnu.
Spennandi verður því að fylgjast með
hvernig geðsjúkir hafa í fyrsta skipti á
Íslandi haft áhrif á gæði þjónustunnar
með þessum hætti þegar gæðaráðið
hefur lokið vinnu sinni.
Þess má geta að skýrslan sem við
nemarnir skiluðum af okkur til Ný-
sköpunarsjóðs námsmanna þótti af-
burðavel unnin og var eitt af fjórum
verkefnum sem hlaut tilnefningu til
Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands
nú nýverið.
Vinnan við verkefnið hefur því haft
margföldunaráhrif þar sem ávinningur
hefur skapast á mörgum sviðum. Þar
má fyrst og fremst nefna þjóðfélagsleg-
an ávinning með því að efla hlutverk
geðsjúkra til að hafa áhrif á geðheil-
Þau voru:
• Lyf og lyfjameðferð
• Aðbúnaður á deild
• Tómstundaiðja
• Heimsóknir
• Starfsfólk
• Hreyfing/Líkamsrækt
• Meðferðarúrræði
• Upplýsingaflæði
• Þátttaka í ákvörðunum
• Dagstatus
• Eftir fylgni
Vinnan við verkefnið hefur því haft margföld-
unaráhrif þar sem ávinningur hefur skapast á
mörgum sviðum.