Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 20
20 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 erfiðleikum með svo mikla hreyfingu. Tölvumiðstöðin hefur keypt inn svo- kallaða músargildru eða Mouse Trapp- er sem sést hér á mynd 3. Á henni er 6 x 8 cm stórt rúlluband sem stjórnað er með léttum fingra- hreyfingum. Músin sem hneppt er þannig í gildru er virk, en öllum aðgerðum er hægt að stjórna á r ú l l u b a n d i n u sem er fyrir fram- an lyklaborðið. Þannig getur fólk valið að nota gildruna ein- göngu eða víxla á milli. Önnur lausn er mús sem líkist stýripinna (sjá mynd 4). Þótt músin lík- ist stýripinna er henni stjórnað eins og venjulegri mús með því að hreyfa hana til á borðinu. Hnapparnir eru ofan á pinnanum. Haldið er utan um pinnann og hnöppunum stjórnað með þumli. Álag á hönd, axlir og fingur er talið minna þegar unnið er í þessari stöðu. Fyrir hjólastólanotendur sem vanir eru að nota stýripinna til að stjórna stólnum, þá getur verið gott að nota álíka búnað til að stjórna tölvu. Stýripinni sem virkar eins og mús hef- ur veri notaður hér á landi með góðum árangri. Mynd 5 sýnir nýjustu útgáfuna af Penny & Giles stýripinna sem keyptur er inn frá Englandi. Hægt er að velja um mismunandi hald á pinnann. Ýmis búnaður er til fyrir þá sem eiga í mikl- um erfiðleikum með að stjórna mús með höndum. Höfuðmús- in SmartNAV (sjá mynd 6)sem íslenska fyrirtækið Saxon selur, er lausn sem hefur nýst þeim sem eiga í miklum erf- iðleikum eða geta ekki notað hendurn- ar t.d. fólki með MND. Lítill depill er festur á enni notandans eða gleraugu einnig fylgir núna derhúfa með deplin- um á, móttakari er settur ofan á tölvu- skjáinn. Músabendlinum er síðan stjórnað með höfuðhreyfingu. Svokallaður Dwell Clicking hugbúnaður sem fylgir músinni gerir notanda kleift að fram- kvæma allar aðgerðir eingöngu með höfuðhreyfingu. Þannig getur notand- inn stjórnað músinni eingöngu með höfðinu. Til að geta skrifað er lyklaborðið fært upp á skjáinn. Íslenskir notendur hafa notað Wivik skjályklaborð (sjá mynd 7). Með Wivik fylgir forritið WordQ sem er flýtiorðasafn. Flýtiorðasafnið er góð hjálp fyrir þá sem skrifa mjög hægt vegna hreyfihömlunar. Getur einnig verið góð hjálp fyrir fólk með les- blindu. Auk vélbúnaðar er til gott úrval af vönduðum barnaforritum hjá miðstöð- inni. Námskeið þar sem unnið er í fjölda forrita eru haldin reglulega. Í mars var haldið í samvinnu við Hrönn Birgisdóttur iðjuþjálfa á Grein- ingar og ráðgjafastöð Ríkisins nám- skeiðið "Forrit og búnaður fyrir börn og einstaklinga sem eru skammt á veg komin í lestri og stærðfræði".Hægt er að fylgjast með hvaða námskeið eru í boði á heimasíðunni http:// www.tmf.is Allir geta leitað til Tölvumiðstöðv- arinnar óháð fötlun og aldri. Þeir sem leita eftir ráðgjöf og fræðslu eru helst fagfólk og foreldrar en einnig fatlaðir á eigin vegum. Fagfólk sem leitar til Tölvumiðstöðvarinnar starfar í mis- munandi kerfum eins og kennarar í leik- grunn- og framhaldsskólum, iðju- þjálfar sem starfa með börn eða fullorðna, starfsfólk sambýla og endurhæfingastofn- ana. Þannig tengist Tölvumiðstöðin nán- ast öllum þeim kerfum sem fatlaðir lifa og starfa í. Mynd 4. Mynd 5. Mynd 6. Mynd 7. Félagsmenn athugið Mjög mikilvægt er að réttar upplýsingar séu í félagaskrá Iðjuþjálfafélags Íslands. Verði breytingar á t.d. búsetu, símanúmeri eða vinnustað er mikilvægt að tilkynna það til félagsins. Það má gera með tölvupósti til sigl@bhm.is Með kveðju, Stjórn IÞÍ

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.