Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 21
Þrýstisár eiga ekki að sjást Decubitus er latneska orðið yfir þrýstisáreða öllu heldur legusár, þar sem decubit-us er leitt af orðinu decumbere (að liggja). Í daglegu tali er oft talað um legusár þó skv. dönskum heimildum verði aðeins 2/3 sár- anna til í liggjandi stöðu (Jörgensen, 2003). Hér verður lögð áhersla á umfjöllun um þrýstisár og setstöðu. Þrýstisár, algengi og kostnaður Þrýstisár myndast af mismunandi orsökum. Þeim er gjarnan skipt í tvo flokka: Annars vegar sár sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa eins og þrýstings í lengri tíma eða nún- ings, þar sem hiti og raki eru oft meðvirkandi þættir. Hins vegar sár sem orsakast af persónulegum áhættuþáttum eins og aldri, líkam- legu ástandi, hreyfanleika, ástandi húðar og vefja, skertu skyni, þvag- leka, setstöðu og lélegri næringu. Mér vitanlega hefur algengi þrýstisára ekki verið kannað hér á landi. Baldur Tumi Baldursson læknir segir í viðtali, að hjá öðrum þjóðum sé hlutfallið allt að einu pró- senti og að búast megi við svipuðu hér (Frétta- blaðið, 2004). Á Borgundarhólmi voru þrýstis- ár talin hjá öllum sem þurftu umönnun árið 2001 og reyndust þau vera 133. Talningin var endurtekin 2002 og þá hafði þeim fækkað í 86 (Jörgensen, 2003). Hvað sem algengi líður þá er þetta dýrt vandamál. Í Danmörku var kostnaður við að græða þrýstisár árið 2003 talinn um hálf millj- ón dkr. og er þá aðeins reiknað með beinum kostnaði. Laun umönnunarfólks er stærsti hlutinn, 10–15% eru talin fara í umbúðir, lyf og næringu, og um 10% til hjálpartækja (Jörgen- sen, 2003). Þá er ótalinn óbeinn kostnaður eins og tapaðir vinnudagar, minnkuð lífsgæði, þjáning og óþægindi sem þetta veldur einstak- lingum. Í nýlegri sænskri skýrslu er kostnaður vegna meðhöndlunar þrýstisára hjá mænusköðuðum talinn vera að meðaltali 86.000 sek og er þá ekki tali með ef kemur til skurðaðgerðar. Þar eru um 60% kostnaðarins vegna ummönnunar, hjálpartækja um 20% og afgangurinn er svo vegna umbúða, næringar o.fl. Þetta er þó að- eins lítill hluti þrýstisára í Svíþjóð og sýna t.d. ýmsar kannanir að algengi meðal aldraðra í þjónustuhúsnæði er um 10% (Nilsson, 2004). Hvað er til ráða Gögn sem voru rýnd frá Danmörku og Sví- þjóð eru samhljóða um það, að til að draga úr þrýstisárum þurfi markvissar aðgerðir. Þekking á vandamálinu og að gefa því gaum, ásamt fræðslu, skiptir öllu máli ef fækka á sárum. Umönnunarfólk þarf að vera betur meðvitað um vandmálið, geta greint áhættuþætti og fyrirbyggt sáramyndun með viðeigandi að- gerðum (Nilsson, 2003). Til eru matstæki til að greina áhættu. Þekktastur er sennilega Braden kvarðinn. Þar er áhætta metin út frá skyntruflunum, hvort að húðin sé útsett fyrir raka eða núningi, og svo hreyfigetu og næringarástandi (Brynja Björnsdóttir, o.fl 1997 og Kjeldsen 1999). Rannsóknir hafa þó sýnt að slíkir kvarðar eru óná- kvæm greiningartæki og að sá gaumur sem áhættuþáttum er gefinn, skiptir öllu máli (Schoonhover, et al., 2002). Flestar heimildir benda á að mikilvægast í bar- áttunni við þrýstisár er að þekkja vandmálið, vera vakandi fyrir því og að kunna skil á fyrir- byggjandi aðgerðum. Aðgerðunum má skipta í tvo þætti: Að greina áhættuþætti og að bregð- ast við þeim. Þegar áhættusvæði hafa verið skilgreind þarf að gera áætlun um að styrkja þau, hvernig nota má hjálpartæki til að draga úr áhættu, og síðast, en ekki síst, veita fræðslu. Hér verður fjallað um sitjandi stöður og mis- munandi eiginleika sessa á markaðinum. Setstaða og sæti Þegar setið er dreifast um 80% af þyngdinni á mjög lítið svæði. Að jafnaði er mest þyngd á setbeinunum, sem færist yfir á rófubeinið ef sigið er niður í sætinu (Hendriksen 2003). Mik- ilvægt er að sitja í góðu jafnvægi til að forðast að renna niður, og fyrirbyggja núning. Sitjandi staða er í eðli sínu einhæf staða og því mikil- vægt að leggja sig fram við að breyta henni IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 21 Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi hjálpar- tækjamiðstöð TR Hvað sem algengi líður þá er þetta dýrt vandamál. Í Danmörku var kostnaður við að græða þrýstisár árið 2003 talinn um hálf milljón dkr. og er þá aðeins reikn- að með beinum kostnaði.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.