Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 16

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 16
Hvers vegna eru hjálpartæki boðin út? Útboð á hjálpartækjum byggir á útboðs-stefnu ríkissins frá 1993, þar sem segirað útboðum skuli jafnan beitt við innkaup ríkisins. Þetta var m.a. gert til að efla sam- keppni og til að fleiri seljendur gætu komið vör- um sínum á framfæri. Skýrar reglur voru settar um hvernig opinberum innkaupum skyldi hagað til að tryggja samræmi í vinnubrögðum og jafn- ræði milli seljenda. Nánari útfærslu er að finna í Lögum um framkvæmd útboða Nr. 65/1993 og Lögum um opinber innkaup Nr. 94/2001. Með aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu bættist við Reglugerð um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu. Hjálpartækja- miðstöð Tryggingastofnunar (TR) ber að fara eftir þessum lögum. TR hóf útboð á hjálpartækjum árið 1994 í samvinnu við Ríkiskaup skv. út- boðsstefnu ríkisins. Fyrst voru boðin út spelk- ur og gervilimir og í kjölfarið fylgdi útboð á hjólastólum og gönguhjálpartækjum. Í dag eru vöruflokkarnir sem boðnir eru út orðnir um 20 talsins, tæknileg hjálpartæki, stoðtæki og einnota vörur sem samsvara um helmingi út- gjalda TR til hjálpartækja. Samningar sem gerðir eru í kjölfar útboða eru frá tveggja til fjögurra ára í senn. Gagnstætt því er margir kynnu að telja, þá eru útboð ekki aðeins til að spara fé, um er að ræða ýmsan annan ávinning eins og hagræð- ingu í umsýslu og það að varan verður aðgengi- legri fyrir notendur. Við útboð eru settar fram kröfur um að tækin uppfylli ákveðna tækni- og gæðastaðla sem tryggja öryggi og heilsuvernd. Það hefur sýnt sig að útboðin efla samkeppnina því verð á hjálpartækjum hefur lækkað. Bjóð- endur vanda betur til innkaupa, t.d. með því að forðast að kaupa vörur gegnum marga milliliði. Einnig er greinilegt að samkeppnin örvar bjóð- endur til að leita fanga víðar og að auka vöru- úrval. Hvort tveggja til hagsbóta fyrir notendur. Hjálpartæki sem valin eru til kaups úr út- boðnum vörum eru valin samkvæmt ákveðn- um vinnureglum. Umsjón með útboðum er í höndum iðjuþjálfa. Auk þess koma nokkrir starfmenn hjálpartækamiðstöðvar og utanaðkomandi ráðgjafaópur sérfræðinga að hverju útboði. Ráð- gjafahópinn skipa iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari með víðtæka reynslu á sviði hjálpartækja og fulltrúi frá samtökum notenda. Einungis eru valdar vörur er uppfylla gefnar kröfur og staðla. Því næst eru eig- inleikar varanna metnir, flokkaðir og sambærilegar vörur bornar saman með tilliti til verðs. Við val á vörum er þess einnig gætt að úrval sé gott og mæti mismunandi þörfum notenda. Þrátt fyrir að reynt sé að hafa mismunandi þarfir einstak- linga í huga í vörukaupum þá er aldrei hægt að tryggja að hugsað sé fyrir öllu. Þess vegna er ákvæði í samningum um að leyfilegt sé að kaupa tæki utan samnings allt að 5%, til að koma til móts við sérþarfir. Það er reynsla Hjálpartækjamiðstöðvarinn- ar að útboð hafa stuðlað að lægara vöruverði og auknu vöruúrvali. Einnig er betur tryggt að varan sé fáanleg, hægt sé að skoða hana og prófa. Upplýsingar um hjálpartæki sem boðin eru út eru aðgengileg í vörulistum sem Hjálpar- tækjamiðstöð gefur út, sem og einnig á vefsíðu TR, undir slóðinni http:// www.tr.is. Heimildir Ríkiskaup og Fjármálaráðuneytið (1996). Útboð og inn- kaup ríkisins, stefna, lög og reglur. 16 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi hjálpar- tækjamiðstöð TR Þrátt fyrir að reynt sé að hafa mismun- andi þarfir einstak- linga í huga í vöru- kaupum þá er aldrei hægt að tryggja að hugsað sé fyrir öllu. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.