Skólavarðan - 01.11.2004, Page 20

Skólavarðan - 01.11.2004, Page 20
20 SKÓLAMÁL Í LÖNDUM ARABA SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 öllum löndunum er því fylgt fast eftir að börn sæki skóla nema helst í Jemen. Þar trassar fólk að senda börnin í sín í skóla og yfirvöld gera lítið til að framfylgja skóla- skyldunni. Barnamergð er þar er mikil, atvinnuleysi um 35% og fátækt landlæg. Foreldrar í Jemen reyna þó að senda elsta son sinn í skóla því þeim veitir ekki af að hin börnin taki til hendinni á ökrunum og gæti yngri systkina. Þess vegna er undir hælinn lagt hvort fleiri en einn úr fjölskyldu fari í skóla. Lítil breyting hefur orðið til batnaðar hvað þetta varðar í Jemen síðustu ár þótt á þessu séu heiðar- legar undantekningar. Skólabúningar, fríar máltíðir og jafnrétti til náms Í öllum grunnskólum í arabalöndum eru skólabúningar sem ríkið leggur til. Fjöl- skyldur eru hlynntar því fyrirkomulagi vegna þess sparnaðar sem fylgir. Einnig er að minnsta kosti ein máltíð á dag, endur- gjaldslaust, en mörg börn hafa með sér vatn eða ávaxtasafa. Skólatími er langur enda er í ríkisreknu skólunum víða séð um að börnin ljúki heimavinnu sinni áður en þau fara heim. Sá misskilningur er ríkjandi meðal vestrænna þjóða að stúlkubörn hafi ekki aðgang að menntun. Þetta misrétti viðgengst að vísu í Jemen en kannski frekar vegna fátæktar og erfiðs ástands í þjóðfélaginu en meðvitaðrar andúðar á konum. Í öllum skólum eru stelpur til jafns við stráka og raunar hefur sýnt sig í mörgum þessara landa að fleiri stúlkur fara í framhaldsskóla og síðan í háskóla en piltar. Þessi þróun hefur gengið eins og rauður þráður gegnum öll þessi lönd síðustu ár. Áhersla er lögð á tungumálanám Venjulega byrja börnin í arabalöndunum í skóla fjögurra til fimm ára. Fyrsta bekknum má líkja við leikskóla hjá okkur en námið er fljótlega tekið föstum tökum. Fyrsta tungumálið sem þau læra er vita- skuld arabíska en í sumum landanna, svo sem í Sýrlandi, Túnis, Jórdaníu og var áður í Írak, er byrjað að kenna erlent tungumál þegar börn eru níu til tíu ára. Venjulega er það enska en síðan tekur franska við sem þriðja mál. Þegar börn útskrifast úr því sem við mundum kalla grunnskóla eiga þau að vera fleyg og fær í ensku og hafa sæmilegt vald á frönsku. Einkaskólar fyrir þá efnameiri Gæði skóla eru misjöfn frá einu landi til annars og jafnvel innan hvers lands. Í sumum landanna, svo sem Egyptalandi, eru bekkir t.a.m. óboðlega fjölmennir, fjörutíu nemendur á einn kennara þykir ekki tíðindum sæta. Það liggur í augum uppi að kennsla getur ekki orðið merkileg þegar svo háttar til. Í öllum arabalöndum eru einkaskólar fyrir börn á skólaskyldualdri. Efnameiri for- eldrar senda börn sín í slíka skóla þar sem ríkisskólarnir standa einkaskólunum langt Síðan ég fór að ferðast um heim araba hef ég margsinnis lagt leið mín í skóla á viðkomandi stöðum. Kannski gerði ég meira af því meðan ég starfaði sem blaðamaður en á seinni árum hefur mér líka fundist fróðlegt að fylgjast með því að sums staðar er fullorðinsfræðsla í hinum mesta blóma. Ég hef oft orðið þess vör að fólk virðist standa í þeirri trú að hvergi sé skólaskylda í löndum araba og þar hlaupi börnin ólæs og vanhirt um göturnar og engu sé skeytt um skólagöngu. Þetta byggist á miklum misskilningi og ákveðinni vanþekk- ingu sem mér finnst ágætt að fá tækifæri til þess að leiðrétta. Í öllum löndum araba er skólaskylda Í öllum löndum araba er skólaskylda og í Jóhanna Kristjónsdóttir segir frá skólamálum í löndum araba Skólaganga í stríði og friði

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.