Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 48
46 Þjóðmál VETUR 2010
Árni Pálsson
Á rni Pálsson, prófessor í sagnfræði, fædd-ist 1878 og lést 1952 . Eftir hann liggur
ekki mikið á prenti, en margar sögur eru
hins vegar sagðar af honum, enda þótti hann
manna orðhagastur . Nokkrar eru sögurnar
um hina miklu ræktarsemi, sem Árni sýndi
áfengum drykkjum . Eitt sinn sagði hann
við kunnan bindindismann: „Vissu lega er
drykkja flótti frá lífinu, en margur maðurinn
hefur nú bjargað sér á flótta .“ Í annað sinn
höfðu birgðir Áfeng is verslunar ríkisins í
Reykjavík gengið til þurrð ar, en þegar ný
sending barst, hófst víða mikill gleðskapur,
og varð lögreglan að taka fjölda manns í
vörslu sína næstu daga á eftir . Þá mælti Árni:
„Já, það sárgrætilegasta er, að vínið skuli fá
óorð af þessum bannsettu rónum .“
Vinur Árna pantaði sér einu sinni sóda-
vatn á Hótel Borg . Þá kvað Árni: „Þetta
kalla ég illa farið með góðan þorsta!“ Í
skýringum er bent á það í bókinni að
þetta sé flökkusaga . Til dæmis sagði sænski
háðfuglinn Albert Engström í skopblaðinu
Strix 1903 frá gömlum höfuðsmanni, sem
kom auga á ungan námsmann svala þorsta
sínum í vatnsbrunni og sagði, um leið og
hann andvarpaði: „Där gick mycken och god
törst förlorad .“ (Þar var miklum og góðum
þorsta sóað .) Árni á líka þessa skemmtilegu
setningu: „Múhameð spámaður er sá eini,
sem kunnað hefur að búa til paradís .“
Árni Pálsson var kunnur fyrir meitl-
aðar mannlýsingar . Hann var vinur og
bekkjarbróðir Jóns Þorlákssonar, verk-
fræðings og forsætisráðherra, og kom hann
hæfileikum Jóns og takmörkunum vel til
skila í frægum orðum: „Jón Þorláksson
hafði allra lifandi manna mest vit á dauðum
Þrír af orðheppnustu
Íslendingum 20 . aldar
Gripið niður í Kjarna málsins*
________________________
* Ein af jólabókunum í ár er tilvitnanasafnið Kjarni málsins – fleyg orð á íslensku, sem dr . Hannes Hólmsteinn
Gissurarson prófessor hefur tekið saman af mikilli eljusemi á undanförnum árum . Þetta er mikil bók, 992
bls . Tilvitnunum er raðað eftir höfundum, en fyrir aftan þær er rækileg atriðisorðaskrá . Nákvæmar skýringar
fylgja einstökum tilvitnunum, og er þar sagt frá birtingarstað, tilefni og hliðstæðum . Bókina prýða teikningar
Gunnars Karlssonar af 26 höfundum tilvitnana . Hér er gripið niður í tilvitnanir eftir þrjá af orðheppnustu
Íslendingum á 20 . öld . Með fylgja þrjár af hinum skemmtilegu teikningum Gunnars Karlssonar .