Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 45
 Þjóðmál VETUR 2010 43 Tækifæri og áskoranir vegna ferðaþjónustu og auðlindanýtingar Vaxandi áhugi á ferðaþjónustu á norð-urskautssvæðinu er skiljanlegur og hefur umferð skemmtiferðaskipa aukist gríðarlega yfir sumarmánuðina . Nú í sumar sigldu 42 skemmtiferðaskip að ströndum Græn lands og voru 4 .200 farþegar um borð í því stærsta . Á sama tíma og aukið aðgengi og áhugi á norðurskautssvæðinu er sem lyfti- stöng fyrir efnahag heimamanna eru blik ur á lofti varðandi öryggismál skipanna . Í heimsókn nefndarinnar til Grænlands varð okkur ljóst að þegar kemur að björg- unar aðgerðum eru fáar samskiptareglur í gildi og innviðirnir veikir, þrátt fyrir að löndin í kring hafi með sér ágætt samstarf . Staðreyndin er sú að ef nauðsyn krefði væri getan til að bjarga hundruðum manna (eða jafnvel þúsundum) af víðáttumiklum haf- svæðum norðurskautsins einfaldlega ekki fyrir hendi . Þarna væri þörf á mun víðtækara samstarfi og samnýtingu bæði borgaralegra og hernaðarlegra aðila . Við þessar aðstæður gæti NATO lagt sitt af mörkum með sam- stilltri leitar- og björgunaraðgerð . NATO rekur nú þegar hamfarasamhæfingarstöð, Euro-Atlantic Disaster Response Coord in- ation Centre (EADRCC), í Brussel, sem gæti verið fyrirmynd að því úrræði sem þyrfti að vera til staðar í neyðartilvikum á norðurskautssvæðinu . Þessi fyrirmynd er sérstaklega mikilvæg þegar haft er í huga að EADRCC-miðstöðin er nú þegar í samstarfi við Rússland, sem einnig er norðurskautsríki, og aðra samstarfsaðila bandalagsins um aðstoð í kjölfar stórslysa . * * * Nýting auðlinda fer einnig vaxandi á svæðinu og má þar helst nefna auknar fiskveiðar og aukið aðgengi að olíu og gasi . Þessar auðlindir og ráðstöfun þeirra heyra beint undir viðkomandi ríkisstjórnir norðurskautsríkjanna sjálfra og hefur bandalagið því ekki beinu hlutverki að gegna þar . Samstarf allra norðurskauts ríkja mikilvægt Engu að síður ætti NATO að vera um-hugað um að samstöðu norðurskauts- ríkjanna innan bandalagsins sé viðhaldið . Eins og er styðja allar norðurskautsþjóð irn ar hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lagaramma fyrir norðurskautssvæðið, þó svo að bandaríska þingið hafi ekki enn stað fest sáttmálann . Þrátt fyrir minni háttar deilur um landsvæði og skilgreiningaratriði hafa samningaviðræður, hvort sem er tvíhliða eða fjölþjóða, einkennst af samvinnu og gengið vonum framar . Auk hafréttarsátt mála Sameinuðu þjóðanna er Norðurskauts ráðið mikilvægur samráðs- og samstarfsvett- vangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurskautinu, þ .e . Bandarík janna, Danmerkur (v . Grænlands), Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands, og Svíþjóðar, auk sex helstu samtaka þeirra frumbyggja sem þar búa . Þátttaka Rússlands í ráðinu eykur styrk þess til að stuðla að áframhaldandi friðsamlegum samskiptum á norðurskautssvæðinu . Afar mikilvægt er að öll norðurskautsríkin hafi aðgang að þeirri umræðu og stefnumótun sem fer fram um málefni svæðisins . Á þessu sviði getur NATO sýnt stuðning við þann alþjóðlega lagaramma sem í gildi er . Bein aðkoma bandalagsins gæti aftur á móti haft truflandi áhrif á samningaviðræður ríkjanna . Í umræðu allra málsaðila hefur því endurtekið verið haldið á lofti að hervæðing norðurskautssvæðisins væri ekki neinum til góðs . Með það að leiðarljósi getur bandalagið orðið að liði við að tryggja að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.