Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 41

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 41
 Þjóðmál VETUR 2010 39 um fjármálum á Íslandi árin 1964–2001 að láta samneyslu aukast á hverju ári sem nemur langtímahagvexti á Íslandi hefðu hagsveiflur á Íslandi árin 1978–2001 orðið um þriðjungi minni en raun varð . Saman- lagt núvirði aukinnar vergrar lands fram- leiðslu vegna reglunnar þessi ár hefði orðið um 1 .600 milljarðar króna meiri en ella miðað við 5% ávöxtunarkröfu . Það er rúm lands framleiðsla ársins 2009 . Notkun regl- unnar hefði haft þjóðhagslegan ávinning í för með sér sem falist hefði í aukinni framleiðslu, minni óvissu, jafnari neyslu og meiri efnahagslegri velferð . Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að fjármálastefnan styður mun betur við pen- ingamálastjórnina ef reglunni er fylgt og að ekki þyrfti að stunda jafn harða peninga- málastjórn og ef hennar nyti ekki við – vextir Seðlabanka hefðu því að öðru jöfnu verið stöðugri og lægri . Þannig sýnir rannsóknin að sveiflur á vöxtum Seðlabankans hefðu getað verið allt að helmingi lægri en raun varð á – og þar með sveiflur á gengi krónunnar – sem endur speglar hve óvissa hefði verið mun minni fyrir allt atvinnulíf og heimili . Reglan er í fullu samræmi við niðurstöð- ur rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir: „Rannsóknarnefndin telur nauð- synlegt að auka samvinnu ríkis fjármála og Seðlabankans við hagstjórnar aðgerðir þannig að annarri stefnunni sé ekki beitt gegn hinni .“ Þá er reglan í samræmi við ákall þingmanna- nefndar vegna viðbragða við skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, en í þings ályktunar- tillögu nefndarinnar sem samþykkt var með 63 atkvæðum á Alþingi 28 . september 2010, segir: „Þing manna nefndin telur mikilvægt að stofnaður verði samráðsvettvangur fjármála- ráðuneytis, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitar- félaga og Seðlabankans um efnahagsmál og að hlutverk slíks vettvangs verði lögfest . Þar verði unnt að setja fram tillögur að formlegum hagstjórnarreglum sem hafi það að markmiði að jafna hagsveiflur .“ Sveitarfélögin mega ekki vinna á móti hagstjórnarmarkmiðum Ein af þeim þversögnum, sem íslensk hag stjórn hefur búið við, er að sveitar félögin hafa oft og tíðum unnið á móti hag stjórnarmarkmiðum ríkisins þegar kemur að stjórn fjármála . Brýnt er að bæta úr þessu, t .a .m . með því að skylda þau með lögum til að fylgja fjármálareglu sem endurspeglar hagstjórnina á lands vísu . Sam ræma þarf fjármálastjórn sveitar félaga og ríkis mun betur en nú er gert og girða þarf fyrir sveitarfélögin geti unnið á móti al menn um markmiðum í hagstjórn . Þetta væri hægt að gera með því að banna þeim að reka sveitarsjóð með halla . Með því að setja mörk á hve hátt skuldahlutfall þeirra getur hæst orðið . Með því að þau skuli ávallt sýna samstæðu í öllum fjárhagsáætlunum . Með því að setja mun strangari skorður en nú eru við hvað má telja fyrir utan efnahagsreikning . Með því að setja strangar skorður um lántöku í annarri mynt en tekjur sveitarfélaganna eru í . Með því að setja skorður af þessum toga eru mun léttari byrð ar settar á peningamálastjórnina en verið hefur sem aftur leiðir til lægri vaxta og stöðugra gengis . Peningamálastefnan Þrátt fyrir að hér sé lögð til fjármálaregla sem hemur hagsveifluna, léttir birgð unum af peningamálastefnunni og lág marki þar með sveiflur í gengi er mikil vægt að undirstrika að endurbæta verður þá peningamálastefnu sem fylgt hefur verið undanfarin ár . Seðlabankinn þjónar t .a .m . ekki hlutverki sínu sem lánveitandi til þrauta vara eins og berlega kom í ljós í að- draganda hrunsins . Seðlabankinn verður að búa við mun meiri gjaldeyrisforða en seðlabankar ríkja sem tilheyra stærri mynt svæðum . Þennan gjaldeyrisforða er mikilvægt að taka ekki að láni því að forði, sem tekinn er að láni, skapar ekki þann trúverðugleika sem þarf í breyttu umhverfi . Þá kann að vera að Seðlabankinn þurfi að vera mun athafna samari á gjaldeyris markaði til að bægja frá vá sem upp gæti komið þar . Jafnframt er mikilvægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.