Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 38
36 Þjóðmál VETUR 2010 að enga ánægju sé að hafa af skírlífi“ (s . 54) . Það má því segja að ef ekki væri fyrir menn eins og Koestler væri hversdagurinn eilífur . Eftir Koestler dettur dampurinn niður þegar í kjölfarið siglir leikskáldið Henrik Ibsen . Manngerðin fellur ekki eins að smekk Dalrymples sem ásakar hann um að vera fyrsta póstmódernistann . Með boðskap í leikritum sínum hafi Ibsen brotið niður samfélagslega og siðferði lega múra sem leiddi menn inn á braut ein- staklings hyggjunnar . Ibsen var talsmaður fullkom ins frelsis einstaklingsins, þótt sjálfur léti hann það aldrei eftir sér . En fullkomið frelsi fæst aðeins ef ekkert annað skiptir máli . Þegar svo er komið skiptir líf annarra heldur ekki máli . Rétt eða rangt er ekki lengur til . Tuttugasta öldin reyndi á þetta frelsi . Það væri endalaust hægt að velta upp við fangsefnum úr bók Dalrymples, en ein hvers staðar verður að láta staðar num ið . En þar sem Íslendingar standa nú frammi fyrir að sótt hefur verið um aðild að Evrópu- sam bandinu getur verið forvitnilegt að skoða límið sem Dalrymple telur að bindi Þýskaland inn í þennan gráa klúbb . Þörf Þjóðverja fyrir sameinaða Evrópu byggi á sektarkennd og skömm, því að vegna yfir- þyrm andi pólitískrar sögu á síðustu öld leyfist þeim hvorki að minnast eða gleyma . Allt er brennimerkt nasismanum og þá líka stórvirki þýsku meistaranna á sviði menningar, tónlistar og heimspeki . Þjóða- rstolt og ættjarðarást leyfist ekki . Bara orðið eitt, stolz, í auglýsingabæklingi kallar á endalausar efasemdir og vangaveltur . En allir þurfa að eiga sér samastað; að tilheyra . Dalrymple telur að þessi fyrrum stolta þjóð hafi valið þann kost að tilheyra Evrópu . Ólíkt öðrum sem þenja brjóst þegar þeir segjast vera Frakkar, Pólverjar eða Portúgalar finni Þjóðverjar aðeins til stolts þegar þeir segjast vera Evrópumenn . Dalrymple fer háðulegum orðum um þetta og líkir því við að einhver segist ekki finnast hann vera maður, hann sé spendýr . Skömm ofan á skömm er svo saga kommúnismans í Austur-Þýskalandi, sem óþarft er að rifja hér upp . Það er ekki víst að allir kaupi þessa útskýringu og allra síst þeir sem nú banka á dyr Þýskalands og biðja um ölmusu . En þjóðarsál er flókið fyrirbæri og Dalrymple á rétt á sinni skoðun eins og hver annar . Eins og sést á þessum stiklum kemur Dalrymple víða við og er frásögnin á köflum reyfara líkust . Essayju-formið leiðir til þess að verkið er nokkuð sundurlaust, enda er hér um uppröðun á sjálfstæðum greinum að ræða sem að öllum líkindum voru upphaflega ekki skrifaðar með heildstætt verk í huga . Engu að síður smellur það saman þegar það er skoðað í heild, með fáum undan tekningum . Verkið hefst í fangelsi og það endar í fangelsi . Allt þar á milli segir sögu samfélagslegrar þróunar sem að mati Dalrymples er komin í ógöngur . Því hefur hann lagt til atlögu við hið sósíal íska velferðarkerfi sem hann segir vera mann- skemmandi í „góðmennsku“ sinni . Ekkert mannlegt er Dalrymple óviðkomandi og ættu flestir að geta fundið eitthvað á sínu áhugasviði í bókinni, þótt eflaust verði einhverjir til að andmæla skoðunum hans . Ef svo væri ekki væri tilefnið lítið að stofna til stríðs .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.