Þjóðmál - 01.12.2010, Side 38

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 38
36 Þjóðmál VETUR 2010 að enga ánægju sé að hafa af skírlífi“ (s . 54) . Það má því segja að ef ekki væri fyrir menn eins og Koestler væri hversdagurinn eilífur . Eftir Koestler dettur dampurinn niður þegar í kjölfarið siglir leikskáldið Henrik Ibsen . Manngerðin fellur ekki eins að smekk Dalrymples sem ásakar hann um að vera fyrsta póstmódernistann . Með boðskap í leikritum sínum hafi Ibsen brotið niður samfélagslega og siðferði lega múra sem leiddi menn inn á braut ein- staklings hyggjunnar . Ibsen var talsmaður fullkom ins frelsis einstaklingsins, þótt sjálfur léti hann það aldrei eftir sér . En fullkomið frelsi fæst aðeins ef ekkert annað skiptir máli . Þegar svo er komið skiptir líf annarra heldur ekki máli . Rétt eða rangt er ekki lengur til . Tuttugasta öldin reyndi á þetta frelsi . Það væri endalaust hægt að velta upp við fangsefnum úr bók Dalrymples, en ein hvers staðar verður að láta staðar num ið . En þar sem Íslendingar standa nú frammi fyrir að sótt hefur verið um aðild að Evrópu- sam bandinu getur verið forvitnilegt að skoða límið sem Dalrymple telur að bindi Þýskaland inn í þennan gráa klúbb . Þörf Þjóðverja fyrir sameinaða Evrópu byggi á sektarkennd og skömm, því að vegna yfir- þyrm andi pólitískrar sögu á síðustu öld leyfist þeim hvorki að minnast eða gleyma . Allt er brennimerkt nasismanum og þá líka stórvirki þýsku meistaranna á sviði menningar, tónlistar og heimspeki . Þjóða- rstolt og ættjarðarást leyfist ekki . Bara orðið eitt, stolz, í auglýsingabæklingi kallar á endalausar efasemdir og vangaveltur . En allir þurfa að eiga sér samastað; að tilheyra . Dalrymple telur að þessi fyrrum stolta þjóð hafi valið þann kost að tilheyra Evrópu . Ólíkt öðrum sem þenja brjóst þegar þeir segjast vera Frakkar, Pólverjar eða Portúgalar finni Þjóðverjar aðeins til stolts þegar þeir segjast vera Evrópumenn . Dalrymple fer háðulegum orðum um þetta og líkir því við að einhver segist ekki finnast hann vera maður, hann sé spendýr . Skömm ofan á skömm er svo saga kommúnismans í Austur-Þýskalandi, sem óþarft er að rifja hér upp . Það er ekki víst að allir kaupi þessa útskýringu og allra síst þeir sem nú banka á dyr Þýskalands og biðja um ölmusu . En þjóðarsál er flókið fyrirbæri og Dalrymple á rétt á sinni skoðun eins og hver annar . Eins og sést á þessum stiklum kemur Dalrymple víða við og er frásögnin á köflum reyfara líkust . Essayju-formið leiðir til þess að verkið er nokkuð sundurlaust, enda er hér um uppröðun á sjálfstæðum greinum að ræða sem að öllum líkindum voru upphaflega ekki skrifaðar með heildstætt verk í huga . Engu að síður smellur það saman þegar það er skoðað í heild, með fáum undan tekningum . Verkið hefst í fangelsi og það endar í fangelsi . Allt þar á milli segir sögu samfélagslegrar þróunar sem að mati Dalrymples er komin í ógöngur . Því hefur hann lagt til atlögu við hið sósíal íska velferðarkerfi sem hann segir vera mann- skemmandi í „góðmennsku“ sinni . Ekkert mannlegt er Dalrymple óviðkomandi og ættu flestir að geta fundið eitthvað á sínu áhugasviði í bókinni, þótt eflaust verði einhverjir til að andmæla skoðunum hans . Ef svo væri ekki væri tilefnið lítið að stofna til stríðs .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.