Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 90
88 Þjóðmál VETUR 2010 misheppnaðrar útrásar þar vestra . Jón Gerald, sem var sonur bandarísks föður og íslenskrar móður og hafði alist upp á Íslandi, hafði í nokkur ár verið heimagangur hjá Jóhannesi og Jónínu og leit nánast á þau sem fósturforeldra sína og á Jón Ásgeir sem fóstbróður sinn . Nú stóð hann skyndilega frammi fyrir gjaldþroti vegna viðskipta við þá feðga . Jafnframt komst hann að því, að Jón Ásgeir hafði leitað á konu hans, og kveður Jónína í bók sinni óhætt að segja, að hann hafi sturlast af bræði yfir því . Jón Gerald hafði auk venjulegra viðskipta gert ýmislegt misjafnt að undirlagi Baugsfeðga, þar á meðal falsað reikninga og rekið litla snekkju í Miami, þar sem vændiskonur skemmtu gestum Baugsfeðga . Sumarið 2002 kom Jón Gerald til Íslands — sturlaður af bræði eins og Jónína segir — og leitaði með aðstoð Jónínu að lögfræðingi, sem gæti rekið mál hans gegn Baugsfeðgum . Þeir höfðu þá marga helstu lögfræðinga landsins á sínum snærum, og stjórnarformaður Baugs, Hreinn Loftsson, var fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar . Þau Jón Gerald og Jónína óttuðust áhrif og ítök Baugsfeðga . Hvar var lögfræðingur, sem mætti treysta? Jónína sneri sér til Styrmis Gunnarssonar ritstjóra, sem hún hafði kynnst vel í raunum sínum . Hann benti henni á Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann . Í fyrstu efaðist Jónína um, að hann væri heppilegur til verkefnisins . En Styrmir fullvissaði hana um það, að hann væri alls óháður Baugsfeðgum og góður vinur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, en hann hafði einmitt gagnrýnt þá feðga opinberlega . Fóru nokkur tölvuskeyti á milli þeirra Styrmis og Jónínu um þetta . Jón Steinar Gunnlaugsson tók málið að sér . Hann varaði Jón Gerald við því, að kæra frá honum vegna falsaðra reikninga gæti líka beinst að honum sjálfum . En efst í huga Jóns Geralds var að koma fram hefndum, eins og Jónína lýsir skilmerkilega í bók sinni . Lagði Jón Steinar fram kæru við íslensku lögregluna fyrir hönd Jóns Geralds, sem leiddi til þess, að lögregla gerði húsleit í höfuðstöðvum Baugs í ágúst 2002 . Fann hún þar ýmis gögn, og var eftir rækilega rannsókn ákært í málinu 2005, og lauk því sumarið 2008 eftir mikið þóf fyrir dómstólum með því, að þeir Jón Ásgeir og Jón Gerald hlutu báðir skilorðsbundið nokkurra mánaða fangelsi fyrir hina fölsuðu reikninga, en Jón Ásgeir var sýknaður af mörgum ákæruatriðum . Jónína Benediktsdóttir varð gjaldþrota 2003 . Í bók hennar segir margt af því, hvernig Baugsveldið reyndi eftir megni frá 2002 til 2008 að berja niður þau Jón Gerald Sullenberger og aðra þá, sem það taldi ógna sér . Keyptu Baugsfeðgar nær alla einkarekna fjölmiðla landsins, þar á meðal Fréttablaðið, Stöð tvö, DV og ýmis tímarit . Einkanjósnari á vegum Baugsfeðga fylgdi Jóni Gerald um skeið hvert fótmál úti í Bandaríkjunum . Menn í þjónustu Baugs skrifuðu á Netið nafnlausar svívirðingar um Jónínu og ýmsa úr forystusveit Sjálfstæðisflokksins, sem þeir töldu sér ekki holla . Tókst Jónínu með mikilli harðfylgni að útvega sér ip-tölur þeirra og rekja meðal annars í tölvu á Fréttablaðinu, þótt ekki fylgi sögunni, hver sat þar við lyklaborð . (Dulnefni hans var, að því er ég hygg, rimryts, mannsnafnið Styrmir aftur á bak .) Aðrir menn í þjónustu Baugs höfðu það verkefni eitt að bera út sögur um Jónínu og Jón Gerald við innlenda og erlenda fjölmiðla í því skyni að gera þau tortryggileg .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.