Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 14
12 Þjóðmál VETUR 2010 vegi þyngra en lög og reglur sem um þingið gilda . Lét Þorvaldur eins og stjórn laga- þingmenn gætu bundið hendur al þingis- manna með tillögum sínum . Þing menn Sjálfstæðisflokksins stöðvuðu vorið 2009 að alþingi framseldi vald sitt sem stjórn ar- skrárgjafi til stjórnlagaþings . Þess vegna er of seint fyrir Þorvald Gylfason að láta nú eins og hann eða aðrir stjórnlaga þingmenn geti sett alþingi stólinn fyrir dyrnar . Þorvaldur fór einnig inn á skrýtna braut þegar hann sagðist vona að stjórnlagaþingið markaði endalok „sjálftökusamfélagsins“, hvað sem það nú er . Útlistun hans á hlut- verki stjórnlagaþingsins hefði að vísu mátt kenna við „sjálftöku“ . Þá sagðist hann hafa lært það á nýlegri ferð til Suður-Afríku að stjórnlagaþing ætti að gera „tillögu um nýja stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Þessi hug- mynd er ekki frumleg, því að 1944 litu smiðir stjórnarskrárinnar þannig á, að þeir hefðu tekið saman texta til bráðabirgða . Þá var yfirlætið ekki minna hjá öðrum há- skóla manni, Evrópufræðingnum á Bifröst, Eiríki Bergmann Einarssyni, sem náði kjöri á stjórnlagaþingið . Hann sagði við dv.is að „niðurrifsstarfsemi sumra stjórnmála manna í garð stjórnlagaþingsins“ hefði verið nokk- uð merkileg, án þess að rökstyðja orð sín nánar . Þá sagði hann: Stjórnmálamenn samkvæmt skilgreiningu vilja ekki framselja völd sín, eins og hér er verið að gera, og mér sýnist þetta sum part vera örvæntingarfull tilraun sumra stjórn- málamanna til að klóra til baka aftur þetta vald sem þeir misstu frá sér í hruninu . Eiríkur Bergmann sýnist ekki átta sig á því að hlutverk hans á stjórnlagaþingi er ráð- gefandi . Alþingismenn framseldu ekki annað en tillöguréttinn til stjórnlagaþings . Þá sagði hinn nýkjörni stjórnlagasmiður, að sér þætti þetta „brjálæðislega skemmtilegt og spennandi verkefni“ og það væri „auð- vitað áskorun fyrir þetta þing að haga sér með ögn skárri hætti heldur en það sem starfar niður við Austurvöll“ . Minnimáttarkennd háir ekki þessum tveim ur stjórnlagaþingmönnum . Hitt er verra ef oflætið leiðir þá í ógöngur, af því að þeir virða ekki reglur, sem þeim eru settar . Á tímum Rómverja höfðu menn þann sið að láta mann standa við hlið sigurvegarans, þegar hann ók á vagni sínum um götur borgar innar . Hlutverk fylgdarmannsins var að minna hinn sigurglaða á að hann væri mannlegur og hvísla þeim orðum í eyra hans . Ætli slíkra hvíslara sé þörf á stjórn- lagaþingið? V . Hér hafa verið nefnd fjögur mál: Ákæra á hendur Geir H . Haarde, gjald eyr is- höft, landflótti og stjórnlagaþing, sem end- urspegla hvert með sínum hætti, hvern ig ríkisstjórnin og meirihluti hennar hefur tekið á málum eftir hrun bankanna . Ekkert af þessum málum sýnir að ríkis- stjórnin hafi einsett sér að verja kröftum sínum til að takast á við hin raunverulegu við fangsefni, að marka stefnu til að bæta hag þjóðarinnar og hrinda henni í fram- kvæmd . Hugur Samfylkingar og vinstri-grænna stend ur fyrst og síðast til þess að etja kappi við pólitíska andstæðinga . Við afsögn ríkis- stjórnar Geirs H . Haarde varð að megin- máli að halda sjálfstæðismönnum frá völd- um . Það verður þjóðinni dýrkeypt . Kostn- aðurinn felst ekki aðeins í þyngri skatt byrði samhliða efnahagslegum samdrætti . Hann birtist jafnframt í lélegum stjórnar hátt- um, þar sem virðing fyrir lögum og rétti dvínar . Það er mál að linni og markviss stefna verði tekin út úr hruninu í stað þess að velta sér stöðugt upp úr því í von um vinsældir .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.