Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 61
Þjóðmál VETUR 2010 59
að treysta að góðæri standi lengi . Það þarf
nefnilega að sníða sér stakk eftir vexti .
Hægt er að lifa góðu lífi í sjálfstæðu
íslensku ríki, en til þess að svo verði, þá þurfa
allir að standa saman . Skattar eiga að vera
í lágmarki, þannig að fjárhagslegt svigrúm
einstaklinga aukist . Það sama gildir um
almenning, það þarf að leggja fyrir til mögru
áranna og sýna ráðdeild í fjármálum, einnig
þarf að gera eingöngu lágmarkskröfur á
ríkisvaldið . „Berið hver annars byrðar,“ segir
í hinni helgu bók . Ef einhver er aflögufær
þá á hann að hjálpa bágstöddum, þá skapast
meiri samkennd meðal þjóðarinar sem í
framhaldinu styrkir hana út á við .
Ef hið opinbera ætlar að halda áfram að
ausa fé úr sínum sjóðum þá endar það aðeins
á einn veg, almenningur þarf að gjalda fyrir
það með auknum álögum fyrr eða síðar . Það
er mjög óábyrgt af vinstri mönnum að lofa því
að spreða peningum skattborgar anna gegn
því að fá atkvæði og völd . Það má segja að
það sé enn verra og nánast heimska að greiða
slíkum stjórnmálamönnum at kvæði sitt .
Samkvæmt álitsgjöfum er nú mikið ákall á „meiri fagmennsku“ í æðstu stöðum . Fólk
hafn ar „fjórflokknum“, bæta þeir við . Ef nú yrði
kosið til alþingis myndi nýr „Besti flokkur“ sópa
að sér fylgi .
Jæja, já .
Í gær ræddi Ríkissjónvarpið við einn valda-
mesta mann landsins, Jón Gnarr Kristinsson
borgar stjóra . Umræðuefnið var ekkert gaman-
mál, hækkanir á útsvari og orkuverði og upp-
sagnir fjölda fólks sem starfaði hjá Orkuveitu
Reykjavíkur .
Svona fór þetta fram:
Borgarstjóri: Ja það má búast við því, það er samt
ekkert útséð með það, það er nokkuð sem mig
persónulega langar ekki að gera, og mig langar
til þess að leita allra leiða, raunveruleikinn er
samt sá að tekjur borgarinnar hafa dregist rosa-
lega mikið saman og við þurfum að brúa eða
fylla upp í stórt gat og erum að reyna að leita
allra leiða til þess að gera það .
Fréttamaður: Í nýrri fjárhagsáætlun Orkuveitu
Reykjavíkur er gert ráð fyrir fjögurra og hálfs
milljarða króna hagnaði á næsta ári . Fréttastofa
spurði hvort uppsagnir og gjaldskrárhækkanir
Orku veitunnar væru nauðsynlegar í þessu ljósi .
Borgarstjóri: Þetta eru svona einhverjir talnaleikir
sem að, ég kann ekki einu sinni að útskýra þá sko .
Fréttamaður: Fjögurra og hálfs milljarða króna
hagn aður, það hljómar ekki eins og illa statt
fyrirtæki, hvort sem þetta eru talnaleikir eða ekki .
Borgarstjóri: Nei ég bara ég skil ekki, skil ekki
hvernig hægt er að fá þetta út, fá þetta út, ég
man ekki hvað orðin heita einu sinni sem að eru
notuð til þess að setja þetta svona upp .
Fréttamaður: En en en . . .
Borgarstjóri (snýr sér við): Björn, hvað heitir
þetta aftur?
Björn Blöndal (aðstoðarmaður borgarstjóra, birt
ist undan vegg): Nú, náttúrlega skoða skuldirnar,
sko, áður en við spurjum . . .
Drengur með jólasveinahúfu hleypur í burtu.
Borgarstjóri: Já það er eitthvað svoleiðis, já þetta
er eitthvað . . .
Björn Blöndal: Það eru talsvert stórir gjalddagar
á næsta ári . . .
Borgarstjóri: Já .
Björn Blöndal: Sem þarf að eiga fyrir .
Atkvæði Besta flokksins nægja ekki til að gera Jón
Gnarr að borgarstjóra . Hann gegnir því embætti
með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar sem
fékk þrjá borgarfulltrúa af fimmtán . Samfylkingin,
það er sami flokkur og er nýbúinn að standa
fyrir því að Geir Haarde skuli ákærður fyrir að
halda ekki ríkisstjórnarfund, og fleiri glæpi gegn
mannkyni . Samfylkingin gerir nefnilega kröfur
um fagleg vinnubrögð á alvörutímum .
Vef-Þjóðviljinn 3 . nóvember 2010 .
Svona er nú komið fyrir okkur