Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 40
38 Þjóðmál VETUR 2010 Verðbólgumarkmið innleitt Eftir að krónan var sett á flot og Seðla-banka Íslands sett verðbólgumarkmið árið 2001 náðist nokkur stöðugleiki á gjald- miðilinn . Framan af var verðbólga nálægt markmiði og krónan virtist þjóna hlutverki sínu þokkalega . Eftir að útlánaþensla hófst í bankakerfinu, sérstaklega í kjölfar breyt inga á húsnæðislánamarkaði 2004, myndaðist hins vegar undirliggjandi þrýst- ingur á verðlag . Seðlabankinn gat með illu móti mætt þessum þrýstingi með hefð- bundnum peningamálaaðgerðum þar sem fyrirtæki og heimili gátu auðveldlega vikið sér undan aukinni vaxtabyrði með því að taka lán í erlendum myntum . Jafnframt er eðli verðtryggingar þannig að vaxta hækk- anir Seðlabanka hafa lítil áhrif á kostnað við langtímalán þar sem vextir á slíkum lánum eru í meginatriðum fastir . Seðla bankinn brá því á það ráð að halda innflutnings verð l agi niðri og þar með verðbólgu með því að halda krónunni sterkri og var það meðal annars gert með því að laða að erlenda fjárfesta – hvetja til svo kallaðra vaxta munar við skipta . Í meginatriðum fólust þessi vaxta munar- viðskipti í því að erlendir bankar hófu útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum sem síðan voru seld til erlendra fjárfesta, svo kölluð Jöklabréf . Samtals voru gefin út Jöklabréf að upphæð 695 milljarðar króna frá 25 . ágúst 2005 þar til útgáfu þeirra var hætt 4 . september 2008 . Meðalnafnvextir á þessum bréfum voru 11,8% . Íslensku bankarnir þjónuðu sem milli- liður í þessum viðskiptum og skiptu vaxta- muninum, sem ríkti milli erlendra gjald- miðla og þess íslenska, með erlendum út gefend um – um leið náðu bankarnir í fjármagn sem þeir síðan lánuðu til íslenskra fyrirtækja og heimila . Þessi iðja leiddi í sjálfu sér til þenslu – peningastefnan beit í skottið á sér . Lántaka í erlendri mynt stórjókst og neysla bar öll einkenni þess að heimilin væru haldin gengisglýju . Fyrirtæki og heimili trúðu því að gengið mundi ekki breytast sem leiddi til auðsáhrifa – meiri neyslu og fjárfestingar en raunhagkerfið gaf tilefni til . Gengi krónunnar var of sterkt sem leiddi til viðskiptahalla og ofþenslu . Gjaldmiðill endurspeglar undirliggjandi hagstjórn Margir hafa kennt krónunni um þá rússí banareið sem íslensk peninga- málastefna hefur verið á undanfarinn áratug . Þar hafa menn fundið rangan sökudólg – gjaldmiðill allra ríkja endurspeglar undir- liggjandi hagstjórn og því er rangt að tala um að eitthvað tiltekið efnahagsástand sé gjaldmiðlinum að kenna . Nákvæmlega eins og að efnahagsástandið á Grikklandi og Írlandi er ekki hægt að rekja til evrunnar þá er ekki hægt að rekja ástandið á Íslandi til krónunnar . Gjaldmiðilsvandamál Íslend inga endurspegla þá óstjórn sem hefur verið í efnahagsmálum undanfarin ár, nákvæm lega eins og á Grikklandi og Írlandi . Formleg fjármálaregla Til leysa þann hagstjórnar- og gjald-miðils vanda sem Íslendingar búa við er hér lagt til að tekin verði upp fjármálaregla sem styður við peningamálastefnuna á þann hátt að ekki þurfi að beita vaxtatækjum Seðlabankans á jafn afdrifaríkan hátt og verið hefur . Fjármálareglan felst í því að: Ríkisútgjöld vaxi sem nemur meðalhag vexti undanfarinna 10 ára óháð árferði. Ef þessi regla væri við líði yrði ríkissjóður rekinn með afgangi í góðæri en halla í óáran . Reglan myndi dempa hagsveifluna og leggja léttari byrgðar á peningamálastefnuna . Af rannsókn, sem höfundur framkvæmdi fyrir nokkrum árum í samvinnu við dr . Marías Halldór Gestsson, má draga þá ályktun að ef fylgt hefði verið þeirri stefnu í opin ber-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.