Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 51
Þjóðmál VETUR 2010 49
Spáni, bróður Kristjáns rithöfundar . Þórður
var nýkominn frá útlöndum og spurði:
„Yrkir þú alltaf jafn vel, Tómas minn?“
Tómas svaraði: „Já, og því betur sem fleiri
fást við ljóðasmíðar .“
Sumar sögurnar af Tómasi eru alþjóðleg ar
flökkusögur, eins og rakið er í Kjarna málsins .
Til dæmis er þetta haft eftir hon um um
æskuár sín: „Ég var stundum svo myrkfælinn,
að ég óskaði eftir að sjá draug til þess að vera
ekki einsamall .“ Norski rithöfundurinn
Sigurd Hoel lét einhverju sinni svo um mælt:
„En mann kan bli så mørkredd at han er
takknemlig over å få følge med et spøkelse .“
(Menn geta orðið svo myrkfælnir, að þeir
þakki fyrir að sjá draug .) Einnig á Tómas að
hafa svarað, þegar maður hafði áhyggjur af
veikindum hans og spurði, hvort hann væri
að deyja: „Nei, það skal verða það síðasta,
sem ég geri .“ Þennan orðaleik notaði t .d .
Palmerston lávarður, forsætisráðherra Breta,
á nítjándu öld .
Tómas gat ekki aðeins verið fyndinn, held-
ur líka hæðinn . Guðmundur Böðvarsson
þótti líkja eftir honum, og sagði Tómas um
ljóðabók Guðmundar, Hin hvítu skip, sem
kom út 1939: „Þessi bók hefði verið betri,
ef ég hefði ort hana!“ Tómas skrifaði um
þá Jón Eyþórsson veðurfræðing og Magnús
Magnússon ritstjóra, eftir að þeir höfðu
gagnrýnt listamannaþingið 1942, sem
hann hafði skipulagt ásamt öðrum: „Þeir
virðast nú meir og meir hneigjast hvor að
öðrum, bæði um skoðanir og rithátt, og
hafa þó líklega undir niðri skömm hvor á
öðrum, og má hver sem vill lá þeim það .“
Richard Beck, prófessor í Vesturheimi, var
skólabróðir Tómasar . Það orð lék á að hann
léti blöðin í Reykjavík vita, þegar hann
var staddur á Íslandi . Þegar hann mætti
Tómasi á förnum vegi í einni Íslandsferð
sinni, sagði skáldið kurteislega: „Nei, ert
þú kominn hing að heim — öllum að
óvörum!“ Matthías Johannessen gaf út þrjár
bækur með skömmu millibili, ljóðabókina
Borgin hló, fræðiritið Njála í íslenskum
skáldskap og viðtalsbókina Í kompaníi við
allífið . Eftir að þriðja bókin birtist, spurði
Tómas afgreiðslustúlku í Bóka verslun Ísa-
foldar: „Hefur nokkur bók eftir Matthías
Johannes sen komið út í dag?“
Oftast var þó gaman Tómasar græsku-
laust, til dæmis þegar hann neitaði á gamals
aldri Guðjóni Friðrikssyni blaðamanni um
viðtal með þesum orðum: „Ég er orðinn of
gamall til að geta talað af mér .“