Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 81
 Þjóðmál VETUR 2010 79 er undarlegur miðill, sem er alltaf að sýna okkur það sem viljum ekki sjá . Á einni stöðinni var fyrrverandi bófi sem leit út eins og upplitað veggfóður, og sagði frá verka- lýðs félögum, stjórnmálamönnum og lög- reglu þjónum sem létu múta sér: Og svo fjölmiðlafólkið sem var keypt eins og vansælar stúlkur á vændishúsum . Og ég fór að hugsa um umhverfi okkar þar sem til þess er ætlazt að hegningarlög nái ekki yfir fréttamenn, t .a .m . ef þeir birta einkapóst úr tölvum; að þeir megi opna fuglabúr hjarta míns sem er innmúraður leyndardómur í hægvirkri tölvunni minni og sleppa ófleygum hugsunum út í fjölmiðlahríðina . Meginmál hinnar nýju bókar Matthíasar eru netpistlar, sem hann skrifaði þegar Baugs málið og hrunadansinn stóðu sem hæst á árunum 2007–2008 . Honum er mikið niðri fyrir . Auðvaldið í Baugi hafði farið í auglýsingaherferð, þar sem skorað var á kjósendur að strika nafn Björns Bjarna sonar dómsmálaráðherra út af lista Sjálf stæðisflokksins í alþingiskosningunum . Og í Baugspressunni hafði verið gerð hörð hríð að Haraldi syni hans í embætti ríkislögreglustjóra og veist að ákæru- valdinu . Matthíasi þykir vænt um, hversu snöfur mannlega Björn brást við í frægri yfir lýsingu þar sem hann varaði við „eftir- litslausum aðstæðum“ fyrir hina ríku, – „ef það tækist með persónulegum árásum að hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila, svo að þeir þyrðu ekki að sinna lögbundnum skylduverkum sínum“ . Og Matthías heldur því til haga, að rík- is saksóknari hafi lýst því yfir, að ekki sé nokkurt tilefni til þess að opinber rann- sókn fari fram á embættisathöfnum ríkis- lögreglustjóra og saksóknara hans né að þeir hafi misfarið með vald sitt eins og Baugs- menn klifuðu á . Að Matthíasi læðist illur grunur, að árásirnar á Harald son hans séu gerðar til þess að ná sér niðri á honum sjálfum, gömlum ritstjóra Morgunblaðsins . Hann vísar til þess, að hann skrifaði grein til varnar syni sínum, sem síðan varð tilefni til enn frekari árása á son hans á dv .is, en engin tilvitnun í sín skrif, – „stór mynd af sér fylgdi árásinni á Harald og talaði sínu máli!“ segir Matthías . Þetta er kaldranaleg niðurstaða og rétt . Það má rekja önnur dæmi þess í Baugs miðlunum hvernig níðst er á niðjunum, og því miður einnig í ríkis- útvarpinu . Þar er ekki allt sem sýnist! Matthías sækir styrk í Jónas, sem varar við beinakerlingum í einu ljóða sinna, en þær voru vörður á alfaraleið og í þeim skildu menn eftir leggi með níðvísum .“ Nú eru reknir hér fjölmiðlar sem kenna sig jafnvel við rannsóknarblaðamennsku en eru ekkert annað en beinakerlingar,“ segir Matthías . Og á öðrum stað: Þjóðfélagsgagnrýni reist á hnýsni um einkahagi fólks er vond blaðamennska . Með skinhelgi á næstu grösum . Aftur og aftur víkur Matthías að sjálfstæði fjölmiðla . Hann rifjar upp, að í gamla daga hafi kostað langa og stranga baráttu að losa blöðin úr fjötrum stjórnmálaflokkanna, – „sum losnuðu aldrei, þau dóu,“ segir hann . Síðan varpar hann fram þeirri spurningu, sem auðvitað er kjarni málsins, hvort það sé eitthvað betra, að fjölmiðlar séu háðir eigendum sínum, – þeir stjórni með beinum afskiptum eða nálægð sem sé einhvers konar tengsl við ósýnilega innri ritskoðun . Og Matthías tekur dæmi af Finnlandi á tímum kalda stríðsins, þegar ekki mátti gagnrýna Stalín eða sovéska kommúnista,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.