Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 81
Þjóðmál VETUR 2010 79
er undarlegur miðill, sem er alltaf að sýna
okkur það sem viljum ekki sjá . Á einni
stöðinni var fyrrverandi bófi sem leit út eins
og upplitað veggfóður, og sagði frá verka-
lýðs félögum, stjórnmálamönnum og lög-
reglu þjónum sem létu múta sér:
Og svo fjölmiðlafólkið sem var keypt
eins og vansælar stúlkur
á vændishúsum .
Og ég fór að hugsa um umhverfi okkar
þar sem til þess er ætlazt að hegningarlög
nái ekki yfir fréttamenn, t .a .m . ef þeir birta
einkapóst úr tölvum; að þeir megi opna
fuglabúr hjarta míns sem er innmúraður
leyndardómur í hægvirkri tölvunni minni
og sleppa ófleygum hugsunum út í
fjölmiðlahríðina .
Meginmál hinnar nýju bókar Matthíasar
eru netpistlar, sem hann skrifaði þegar
Baugs málið og hrunadansinn stóðu sem
hæst á árunum 2007–2008 . Honum er
mikið niðri fyrir . Auðvaldið í Baugi hafði
farið í auglýsingaherferð, þar sem skorað
var á kjósendur að strika nafn Björns
Bjarna sonar dómsmálaráðherra út af lista
Sjálf stæðisflokksins í alþingiskosningunum .
Og í Baugspressunni hafði verið gerð
hörð hríð að Haraldi syni hans í embætti
ríkislögreglustjóra og veist að ákæru-
valdinu . Matthíasi þykir vænt um, hversu
snöfur mannlega Björn brást við í frægri
yfir lýsingu þar sem hann varaði við „eftir-
litslausum aðstæðum“ fyrir hina ríku, – „ef
það tækist með persónulegum árásum að
hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila, svo
að þeir þyrðu ekki að sinna lögbundnum
skylduverkum sínum“ .
Og Matthías heldur því til haga, að rík-
is saksóknari hafi lýst því yfir, að ekki sé
nokkurt tilefni til þess að opinber rann-
sókn fari fram á embættisathöfnum ríkis-
lögreglustjóra og saksóknara hans né að þeir
hafi misfarið með vald sitt eins og Baugs-
menn klifuðu á .
Að Matthíasi læðist illur grunur, að
árásirnar á Harald son hans séu gerðar
til þess að ná sér niðri á honum sjálfum,
gömlum ritstjóra Morgunblaðsins . Hann
vísar til þess, að hann skrifaði grein til
varnar syni sínum, sem síðan varð tilefni
til enn frekari árása á son hans á dv .is, en
engin tilvitnun í sín skrif, – „stór mynd af
sér fylgdi árásinni á Harald og talaði sínu
máli!“ segir Matthías . Þetta er kaldranaleg
niðurstaða og rétt . Það má rekja önnur
dæmi þess í Baugs miðlunum hvernig níðst
er á niðjunum, og því miður einnig í ríkis-
útvarpinu . Þar er ekki allt sem sýnist!
Matthías sækir styrk í Jónas, sem varar við
beinakerlingum í einu ljóða sinna, en þær
voru vörður á alfaraleið og í þeim skildu
menn eftir leggi með níðvísum .“ Nú eru
reknir hér fjölmiðlar sem kenna sig jafnvel
við rannsóknarblaðamennsku en eru ekkert
annað en beinakerlingar,“ segir Matthías .
Og á öðrum stað:
Þjóðfélagsgagnrýni reist á hnýsni um
einkahagi fólks er vond blaðamennska .
Með skinhelgi á næstu grösum .
Aftur og aftur víkur Matthías að sjálfstæði
fjölmiðla . Hann rifjar upp, að í gamla daga
hafi kostað langa og stranga baráttu að losa
blöðin úr fjötrum stjórnmálaflokkanna, –
„sum losnuðu aldrei, þau dóu,“ segir hann .
Síðan varpar hann fram þeirri spurningu,
sem auðvitað er kjarni málsins, hvort það
sé eitthvað betra, að fjölmiðlar séu háðir
eigendum sínum, – þeir stjórni með beinum
afskiptum eða nálægð sem sé einhvers
konar tengsl við ósýnilega innri ritskoðun .
Og Matthías tekur dæmi af Finnlandi á
tímum kalda stríðsins, þegar ekki mátti
gagnrýna Stalín eða sovéska kommúnista,