Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 72
70 Þjóðmál VETUR 2010 A . Árnadóttir, gamall samherji hins nýja utanríkisráðherra úr sveitarstjórnar mál un- um – nú sendiherra Íslands í Kína, og jafn- framt var stofnað til sérstaks kosn inga teymis í ráðuneytinu . Ingibjörg Sól rún Gísla- dóttir „gerði þá kröfu til utan ríkisþjónust- unnar að framboðsstarfinu væri sinnt af metnaði og fagmennsku .“24 Staða Íslands var skilgreind með hliðsjón af styrkleika og veikleika . Segja má að í fyrstu hafi verið litið til eftirtalinna þátta, Ísland er: (1) Smáríki . Áhersla er lögð á smæð þjóðarinnar, þar sem flest aðildarríki S .þ . eru smáríki . Það er hvorutveggja í senn réttur og skylda smáríkja að láta að sér kveða í samfélagi þjóðanna og í starfi Öryggisráðsins . Þetta varð grunnstef í kosningabaráttunni; (2) Í fyrsta skipti í framboði . Ísland hafði verið aðildarríki S .þ . frá 1946 og aldrei áður sóst eftir sæti í Öryggisráðinu . Var styrkur talinn fólginn í því; (3) Evrópuríki utan ESB . Þetta sjónarhorn var talið jákvætt þar sem fjölmörg ríki litu svo á að aðildarríki ESB gegndu hlutfallslega of mörgum ábyrgðarstöðum innan S .þ .; (4) Eitt af Norðurlöndunum . Það var talið til veigamikils styrkleika að til heyra hópi Norðurlandanna, sem njóta al mennr- ar viðurkenningar á alþjóðavettvangi . Auk þessa var bent á stöðu Íslands sem fyrrum ný lendu, sem hafi að fengnu sjálfstæði barist frá örbirgð til auðlegðar, og hið leiðandi hlutverk landsins í þróun hafréttarins og sjálfbærri nýtingu auðlinda, einkum hvað varðar fiskveiðar og endurnýjanlega orku .25 En nú taka fleiri áherslumál að bætast í vopnabúr hins nýja utanríkisráðherra og veltir höfundur fyrir sér hvort þær áherslur hafi með einum eða öðrum hætti 24 Sama heimild, bls . 12 . Þótt óvarlegt væri að draga þá ályktun að fyrir tíma ISG hefðu aðeins léttviktaramatörar unnið að framboði Íslands, má greina að sjálfstraust ráðherrans og hins nýja starfs- liðs hans er með ágætum . 25 Sama heimild, bls . 13–14 . dregið úr áhuga fjölda ríkja á stuðningi við Ísland vegna þess að nýju áherslurnar eru mörgum framandi og jafnvel fráleitar . Hér er átt við ýmiss konar femínískar áherslur og hugmyndir, sem eru aðallega norrænar, þótt þær eigi sér auðvitað hljómgrunn meðal annarra vestrænna þjóða, en eru beinlínis litnar hornauga mjög víða um lönd og eru taldar stofna samfélagseiningu í löndum múslima í voða . Í skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál, sem þáverandi utanríkisráð herra, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, lagði fyrir alþingi í apríl 2008 er farið yfir áherslumál í framboði Íslands . Og ekki er laust við að nokkuð kveði við nýjan tón: „Megináherslumál Íslands í framboðinu nú eru vernd almennra borgara á átakasvæðum, sér í lagi kvenna og barna; aukin aðkoma kvenna að friðarviðræðum og friðaruppbyggingu sbr . ályktun [Öryggis] ráðsins númer 1325, mikilvægi þess að mæta ógnum við öryggi í víðasta samhengi, sérstaklega með tilliti til mannöryggis og samþættingu öryggismála og þróunarstarfs, og að Ísland beiti sér fyrir bættum og gegnsærri starfsháttum innan ráðsins .“26 Ástæðulaust er auðvitað að gera lítið úr göfugum markmiðum, en hugleiða má hvort þau séu ætíð góð og heppileg söluvara á markaðstorgi alþjóðastjórnmálanna . Ályktun Öryggisráðs S .þ . nr .1325, sem vísað er til hér að framan, er ályktun um konur, frið og öryggi . Ályktunin lofar öll- um konum heimsins því að réttinda þeirra verði gætt og gata þeirra greidd til þátttöku í friðarumræðum og friðaruppbyggingu . Hugmyndin að baki er sú að nauðsynlegt sé að konur komi að friðarferli, þar sem samið sé um framtíð heilla samfélaga . 26 Skýrsla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál . (Lögð fyrir Alþingi á 135 . löggjafarþingi 2007–2008) . www .utanrikisraduneyti .is/media/skyrslur/skyrslan . pdf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.