Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 55
 Þjóðmál VETUR 2010 53 Sam kvæmt skýrslu, sem unnin var fyrir fram kvæmda stjórn Evrópusambandsins og brezka viðskiptablaðið Financial Times komst yfir og sagði frá haustið 2007, voru þá yfir 80% fiskistofna í lögsögu sambandsins ofveiddir og sumir í enn verri stöðu . Afar ólíklegt verður að telja að staðan hafi batnað síðan þá og miklu fremur versnað enn frekar . Nýverið var rætt við skozka Evrópusam- bands þingmanninn Struan Stevenson í er lend um fjölmiðlum þar sem hann sagði sam eiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópu - sam bands ins hafa nánast gengið af skozk- um sjáv ar útvegi dauðum . Steven son, sem talinn er fremur jákvæður gagn vart Evrópu sam bandinu og er fyrsti vara- for maður sjávar útvegs nefndar þings sambands ins, sagði stefn una hafa hvatt til ofveiði og sóunar . Milljónum tonna af góðum fiski væri kastað dauðum í hafið á ári hverju vegna veiða umfram kvóta . Þá sagði hann að breyta yrði þessari eyðileggjandi sameiginlegu sjávar- útvegsstefnu Evrópusambandsins áður en skozkur sjávarútvegur hyrfi með öllu . Brezk stjórnvöld reyndu á sínum tíma að setja sérstakar reglur í þeim tilgangi að draga úr veiðum fiskiskipa frá öðrum ríkjum inn- an Evrópusambandsins svo sem eins og Spáni, Portúgal og Hollandi á miðunum í kringum Bretland, þá meðal annars í gegn- um svokallað kvótahopp þar sem útgerðir til að mynda í þessum ríkjum stofnuðu fyriræki í landinu til þess að komast yfir brezkan kvóta . Evrópusambandið úrskurðaði hins vegar að þessar reglur væru ekki gildar . Bretar reyndu þá að semja við Evrópusambandið um málið og fékkst að lokum niðurstaða úr þeim viðræðum sem engan veginn tryggði hagsmuni þeirra í málinu og var einungis hugsuð til þess að gera brezkum ráðamönnum kleift að halda andlitinu . Reynsla Norðmanna og Maltverja Norskir ráðamenn hafa tvisvar lagt inn umsókn um inngöngu í Evrópu- sambandið (eða forvera þess) og í bæði skiptin hefur henni verið hafnað af Norð- mönnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, í fyrra skiptið 1972 og síðara 1994 . Ástæðan fyrir höfn un inni hefur ekki sízt verið vegna sjávar útvegs mála . Norskir samningamenn settu fram ýmsar kröfur í viðræðunum við Evrópu- sambandið og meðal annars þá að halda fullum yfir ráðum yfir norskum fiski- miðum norðan 62 . breiddargráðu og eign ar rétti á ákveðnum fiski stofnum . Þessu hafnaði sambandið . Norð mönn- um var aðeins boðið upp á tíma bund- inn aðlögunartíma í fáein ár, rétt eins og til að mynda Portúgölum á sínum tíma . Hefðu Norðmenn samþykkt inngöngu í Evrópu sambandið í annað hvort skiptið sem ráða menn þeirra sóttu um væri þessi aðlög un ar tími nú löngu liðinn og norskur sjávar útvegur hefði verið síðasta áratuginn eða svo undir yfirstjórn sambandsins . Sú spurning hlýtur að vakna hvernig stað- an í sjávarútvegsmálum Noregs væri í dag ef landið hefði gengið í Evrópusam band ið, til að mynda í ljósi þess að 80% fiski stofna í lög sögu sambandsins eru ofveiddir eins og áður var komið inn á en ástandið í þeim efnum er sérstaklega slæmt í Norðursjó þar sem Norðmenn hafa mikilla hagsmuna að gæta . Vitanlega er ekki hægt að fullyrða um það þar sem Noregur gekk ekki í Evrópu- sambandið en allar líkur verða þó að teljast á því að staða fiskistofna við landið væri ekki upp á marga fiska í dag ef af inngöngu hefði orðið . Annað, sem Norðmenn vildu meðal annars ná fram í viðræðum við Evrópu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.