Þjóðmál - 01.12.2010, Page 40
38 Þjóðmál VETUR 2010
Verðbólgumarkmið innleitt
Eftir að krónan var sett á flot og Seðla-banka Íslands sett verðbólgumarkmið
árið 2001 náðist nokkur stöðugleiki á gjald-
miðilinn . Framan af var verðbólga nálægt
markmiði og krónan virtist þjóna hlutverki
sínu þokkalega . Eftir að útlánaþensla
hófst í bankakerfinu, sérstaklega í kjölfar
breyt inga á húsnæðislánamarkaði 2004,
myndaðist hins vegar undirliggjandi þrýst-
ingur á verðlag . Seðlabankinn gat með illu
móti mætt þessum þrýstingi með hefð-
bundnum peningamálaaðgerðum þar sem
fyrirtæki og heimili gátu auðveldlega vikið
sér undan aukinni vaxtabyrði með því að
taka lán í erlendum myntum . Jafnframt er
eðli verðtryggingar þannig að vaxta hækk-
anir Seðlabanka hafa lítil áhrif á kostnað við
langtímalán þar sem vextir á slíkum lánum
eru í meginatriðum fastir . Seðla bankinn brá
því á það ráð að halda innflutnings verð l agi
niðri og þar með verðbólgu með því að halda
krónunni sterkri og var það meðal annars gert
með því að laða að erlenda fjárfesta – hvetja til
svo kallaðra vaxta munar við skipta .
Í meginatriðum fólust þessi vaxta munar-
viðskipti í því að erlendir bankar hófu útgáfu
skuldabréfa í íslenskum krónum sem síðan
voru seld til erlendra fjárfesta, svo kölluð
Jöklabréf . Samtals voru gefin út Jöklabréf
að upphæð 695 milljarðar króna frá 25 .
ágúst 2005 þar til útgáfu þeirra var hætt 4 .
september 2008 . Meðalnafnvextir á þessum
bréfum voru 11,8% .
Íslensku bankarnir þjónuðu sem milli-
liður í þessum viðskiptum og skiptu vaxta-
muninum, sem ríkti milli erlendra gjald-
miðla og þess íslenska, með erlendum
út gefend um – um leið náðu bankarnir í
fjármagn sem þeir síðan lánuðu til íslenskra
fyrirtækja og heimila . Þessi iðja leiddi í sjálfu
sér til þenslu – peningastefnan beit í skottið
á sér . Lántaka í erlendri mynt stórjókst og
neysla bar öll einkenni þess að heimilin væru
haldin gengisglýju . Fyrirtæki og heimili
trúðu því að gengið mundi ekki breytast
sem leiddi til auðsáhrifa – meiri neyslu og
fjárfestingar en raunhagkerfið gaf tilefni til .
Gengi krónunnar var of sterkt sem leiddi til
viðskiptahalla og ofþenslu .
Gjaldmiðill endurspeglar
undirliggjandi hagstjórn
Margir hafa kennt krónunni um þá rússí banareið sem íslensk peninga-
málastefna hefur verið á undanfarinn áratug .
Þar hafa menn fundið rangan sökudólg –
gjaldmiðill allra ríkja endurspeglar undir-
liggjandi hagstjórn og því er rangt að tala
um að eitthvað tiltekið efnahagsástand sé
gjaldmiðlinum að kenna . Nákvæmlega eins
og að efnahagsástandið á Grikklandi og
Írlandi er ekki hægt að rekja til evrunnar þá
er ekki hægt að rekja ástandið á Íslandi til
krónunnar . Gjaldmiðilsvandamál Íslend inga
endurspegla þá óstjórn sem hefur verið í
efnahagsmálum undanfarin ár, nákvæm lega
eins og á Grikklandi og Írlandi .
Formleg fjármálaregla
Til leysa þann hagstjórnar- og gjald-miðils vanda sem Íslendingar búa við er
hér lagt til að tekin verði upp fjármálaregla
sem styður við peningamálastefnuna á þann
hátt að ekki þurfi að beita vaxtatækjum
Seðlabankans á jafn afdrifaríkan hátt og
verið hefur . Fjármálareglan felst í því að:
Ríkisútgjöld vaxi sem nemur meðalhag vexti
undanfarinna 10 ára óháð árferði.
Ef þessi regla væri við líði yrði ríkissjóður
rekinn með afgangi í góðæri en halla í óáran .
Reglan myndi dempa hagsveifluna og leggja
léttari byrgðar á peningamálastefnuna . Af
rannsókn, sem höfundur framkvæmdi fyrir
nokkrum árum í samvinnu við dr . Marías
Halldór Gestsson, má draga þá ályktun að
ef fylgt hefði verið þeirri stefnu í opin ber-