Þjóðmál - 01.12.2010, Side 14

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 14
12 Þjóðmál VETUR 2010 vegi þyngra en lög og reglur sem um þingið gilda . Lét Þorvaldur eins og stjórn laga- þingmenn gætu bundið hendur al þingis- manna með tillögum sínum . Þing menn Sjálfstæðisflokksins stöðvuðu vorið 2009 að alþingi framseldi vald sitt sem stjórn ar- skrárgjafi til stjórnlagaþings . Þess vegna er of seint fyrir Þorvald Gylfason að láta nú eins og hann eða aðrir stjórnlaga þingmenn geti sett alþingi stólinn fyrir dyrnar . Þorvaldur fór einnig inn á skrýtna braut þegar hann sagðist vona að stjórnlagaþingið markaði endalok „sjálftökusamfélagsins“, hvað sem það nú er . Útlistun hans á hlut- verki stjórnlagaþingsins hefði að vísu mátt kenna við „sjálftöku“ . Þá sagðist hann hafa lært það á nýlegri ferð til Suður-Afríku að stjórnlagaþing ætti að gera „tillögu um nýja stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Þessi hug- mynd er ekki frumleg, því að 1944 litu smiðir stjórnarskrárinnar þannig á, að þeir hefðu tekið saman texta til bráðabirgða . Þá var yfirlætið ekki minna hjá öðrum há- skóla manni, Evrópufræðingnum á Bifröst, Eiríki Bergmann Einarssyni, sem náði kjöri á stjórnlagaþingið . Hann sagði við dv.is að „niðurrifsstarfsemi sumra stjórnmála manna í garð stjórnlagaþingsins“ hefði verið nokk- uð merkileg, án þess að rökstyðja orð sín nánar . Þá sagði hann: Stjórnmálamenn samkvæmt skilgreiningu vilja ekki framselja völd sín, eins og hér er verið að gera, og mér sýnist þetta sum part vera örvæntingarfull tilraun sumra stjórn- málamanna til að klóra til baka aftur þetta vald sem þeir misstu frá sér í hruninu . Eiríkur Bergmann sýnist ekki átta sig á því að hlutverk hans á stjórnlagaþingi er ráð- gefandi . Alþingismenn framseldu ekki annað en tillöguréttinn til stjórnlagaþings . Þá sagði hinn nýkjörni stjórnlagasmiður, að sér þætti þetta „brjálæðislega skemmtilegt og spennandi verkefni“ og það væri „auð- vitað áskorun fyrir þetta þing að haga sér með ögn skárri hætti heldur en það sem starfar niður við Austurvöll“ . Minnimáttarkennd háir ekki þessum tveim ur stjórnlagaþingmönnum . Hitt er verra ef oflætið leiðir þá í ógöngur, af því að þeir virða ekki reglur, sem þeim eru settar . Á tímum Rómverja höfðu menn þann sið að láta mann standa við hlið sigurvegarans, þegar hann ók á vagni sínum um götur borgar innar . Hlutverk fylgdarmannsins var að minna hinn sigurglaða á að hann væri mannlegur og hvísla þeim orðum í eyra hans . Ætli slíkra hvíslara sé þörf á stjórn- lagaþingið? V . Hér hafa verið nefnd fjögur mál: Ákæra á hendur Geir H . Haarde, gjald eyr is- höft, landflótti og stjórnlagaþing, sem end- urspegla hvert með sínum hætti, hvern ig ríkisstjórnin og meirihluti hennar hefur tekið á málum eftir hrun bankanna . Ekkert af þessum málum sýnir að ríkis- stjórnin hafi einsett sér að verja kröftum sínum til að takast á við hin raunverulegu við fangsefni, að marka stefnu til að bæta hag þjóðarinnar og hrinda henni í fram- kvæmd . Hugur Samfylkingar og vinstri-grænna stend ur fyrst og síðast til þess að etja kappi við pólitíska andstæðinga . Við afsögn ríkis- stjórnar Geirs H . Haarde varð að megin- máli að halda sjálfstæðismönnum frá völd- um . Það verður þjóðinni dýrkeypt . Kostn- aðurinn felst ekki aðeins í þyngri skatt byrði samhliða efnahagslegum samdrætti . Hann birtist jafnframt í lélegum stjórnar hátt- um, þar sem virðing fyrir lögum og rétti dvínar . Það er mál að linni og markviss stefna verði tekin út úr hruninu í stað þess að velta sér stöðugt upp úr því í von um vinsældir .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.