Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 41
Þjóðmál VETUR 2010 39
um fjármálum á Íslandi árin 1964–2001
að láta samneyslu aukast á hverju ári sem
nemur langtímahagvexti á Íslandi hefðu
hagsveiflur á Íslandi árin 1978–2001 orðið
um þriðjungi minni en raun varð . Saman-
lagt núvirði aukinnar vergrar lands fram-
leiðslu vegna reglunnar þessi ár hefði orðið
um 1 .600 milljarðar króna meiri en ella
miðað við 5% ávöxtunarkröfu . Það er rúm
lands framleiðsla ársins 2009 . Notkun regl-
unnar hefði haft þjóðhagslegan ávinning
í för með sér sem falist hefði í aukinni
framleiðslu, minni óvissu, jafnari neyslu og
meiri efnahagslegri velferð .
Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að
fjármálastefnan styður mun betur við pen-
ingamálastjórnina ef reglunni er fylgt og að
ekki þyrfti að stunda jafn harða peninga-
málastjórn og ef hennar nyti ekki við – vextir
Seðlabanka hefðu því að öðru jöfnu verið
stöðugri og lægri . Þannig sýnir rannsóknin að
sveiflur á vöxtum Seðlabankans hefðu getað
verið allt að helmingi lægri en raun varð á
– og þar með sveiflur á gengi krónunnar –
sem endur speglar hve óvissa hefði verið mun
minni fyrir allt atvinnulíf og heimili .
Reglan er í fullu samræmi við niðurstöð-
ur rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu
hennar segir: „Rannsóknarnefndin telur nauð-
synlegt að auka samvinnu ríkis fjármála og
Seðlabankans við hagstjórnar aðgerðir þannig
að annarri stefnunni sé ekki beitt gegn hinni .“
Þá er reglan í samræmi við ákall þingmanna-
nefndar vegna viðbragða við skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis, en í þings ályktunar-
tillögu nefndarinnar sem samþykkt var með
63 atkvæðum á Alþingi 28 . september 2010,
segir: „Þing manna nefndin telur mikilvægt að
stofnaður verði samráðsvettvangur fjármála-
ráðuneytis, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitar-
félaga og Seðlabankans um efnahagsmál og
að hlutverk slíks vettvangs verði lögfest . Þar
verði unnt að setja fram tillögur að formlegum
hagstjórnarreglum sem hafi það að markmiði
að jafna hagsveiflur .“
Sveitarfélögin mega ekki vinna
á móti hagstjórnarmarkmiðum
Ein af þeim þversögnum, sem íslensk hag stjórn hefur búið við, er að sveitar félögin hafa oft
og tíðum unnið á móti hag stjórnarmarkmiðum
ríkisins þegar kemur að stjórn fjármála . Brýnt
er að bæta úr þessu, t .a .m . með því að skylda
þau með lögum til að fylgja fjármálareglu sem
endurspeglar hagstjórnina á lands vísu . Sam ræma
þarf fjármálastjórn sveitar félaga og ríkis mun
betur en nú er gert og girða þarf fyrir sveitarfélögin
geti unnið á móti al menn um markmiðum í
hagstjórn . Þetta væri hægt að gera með því að
banna þeim að reka sveitarsjóð með halla . Með
því að setja mörk á hve hátt skuldahlutfall þeirra
getur hæst orðið . Með því að þau skuli ávallt sýna
samstæðu í öllum fjárhagsáætlunum . Með því að
setja mun strangari skorður en nú eru við hvað
má telja fyrir utan efnahagsreikning . Með því að
setja strangar skorður um lántöku í annarri mynt
en tekjur sveitarfélaganna eru í . Með því að setja
skorður af þessum toga eru mun léttari byrð ar
settar á peningamálastjórnina en verið hefur sem
aftur leiðir til lægri vaxta og stöðugra gengis .
Peningamálastefnan
Þrátt fyrir að hér sé lögð til fjármálaregla sem hemur hagsveifluna, léttir birgð unum
af peningamálastefnunni og lág marki þar með
sveiflur í gengi er mikil vægt að undirstrika að
endurbæta verður þá peningamálastefnu sem
fylgt hefur verið undanfarin ár . Seðlabankinn
þjónar t .a .m . ekki hlutverki sínu sem lánveitandi
til þrauta vara eins og berlega kom í ljós í að-
draganda hrunsins . Seðlabankinn verður að búa
við mun meiri gjaldeyrisforða en seðlabankar
ríkja sem tilheyra stærri mynt svæðum . Þennan
gjaldeyrisforða er mikilvægt að taka ekki að láni því
að forði, sem tekinn er að láni, skapar ekki þann
trúverðugleika sem þarf í breyttu umhverfi . Þá
kann að vera að Seðlabankinn þurfi að vera mun
athafna samari á gjaldeyris markaði til að bægja frá
vá sem upp gæti komið þar . Jafnframt er mikilvægt