Þjóðmál - 01.12.2010, Page 45

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 45
 Þjóðmál VETUR 2010 43 Tækifæri og áskoranir vegna ferðaþjónustu og auðlindanýtingar Vaxandi áhugi á ferðaþjónustu á norð-urskautssvæðinu er skiljanlegur og hefur umferð skemmtiferðaskipa aukist gríðarlega yfir sumarmánuðina . Nú í sumar sigldu 42 skemmtiferðaskip að ströndum Græn lands og voru 4 .200 farþegar um borð í því stærsta . Á sama tíma og aukið aðgengi og áhugi á norðurskautssvæðinu er sem lyfti- stöng fyrir efnahag heimamanna eru blik ur á lofti varðandi öryggismál skipanna . Í heimsókn nefndarinnar til Grænlands varð okkur ljóst að þegar kemur að björg- unar aðgerðum eru fáar samskiptareglur í gildi og innviðirnir veikir, þrátt fyrir að löndin í kring hafi með sér ágætt samstarf . Staðreyndin er sú að ef nauðsyn krefði væri getan til að bjarga hundruðum manna (eða jafnvel þúsundum) af víðáttumiklum haf- svæðum norðurskautsins einfaldlega ekki fyrir hendi . Þarna væri þörf á mun víðtækara samstarfi og samnýtingu bæði borgaralegra og hernaðarlegra aðila . Við þessar aðstæður gæti NATO lagt sitt af mörkum með sam- stilltri leitar- og björgunaraðgerð . NATO rekur nú þegar hamfarasamhæfingarstöð, Euro-Atlantic Disaster Response Coord in- ation Centre (EADRCC), í Brussel, sem gæti verið fyrirmynd að því úrræði sem þyrfti að vera til staðar í neyðartilvikum á norðurskautssvæðinu . Þessi fyrirmynd er sérstaklega mikilvæg þegar haft er í huga að EADRCC-miðstöðin er nú þegar í samstarfi við Rússland, sem einnig er norðurskautsríki, og aðra samstarfsaðila bandalagsins um aðstoð í kjölfar stórslysa . * * * Nýting auðlinda fer einnig vaxandi á svæðinu og má þar helst nefna auknar fiskveiðar og aukið aðgengi að olíu og gasi . Þessar auðlindir og ráðstöfun þeirra heyra beint undir viðkomandi ríkisstjórnir norðurskautsríkjanna sjálfra og hefur bandalagið því ekki beinu hlutverki að gegna þar . Samstarf allra norðurskauts ríkja mikilvægt Engu að síður ætti NATO að vera um-hugað um að samstöðu norðurskauts- ríkjanna innan bandalagsins sé viðhaldið . Eins og er styðja allar norðurskautsþjóð irn ar hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lagaramma fyrir norðurskautssvæðið, þó svo að bandaríska þingið hafi ekki enn stað fest sáttmálann . Þrátt fyrir minni háttar deilur um landsvæði og skilgreiningaratriði hafa samningaviðræður, hvort sem er tvíhliða eða fjölþjóða, einkennst af samvinnu og gengið vonum framar . Auk hafréttarsátt mála Sameinuðu þjóðanna er Norðurskauts ráðið mikilvægur samráðs- og samstarfsvett- vangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurskautinu, þ .e . Bandarík janna, Danmerkur (v . Grænlands), Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands, og Svíþjóðar, auk sex helstu samtaka þeirra frumbyggja sem þar búa . Þátttaka Rússlands í ráðinu eykur styrk þess til að stuðla að áframhaldandi friðsamlegum samskiptum á norðurskautssvæðinu . Afar mikilvægt er að öll norðurskautsríkin hafi aðgang að þeirri umræðu og stefnumótun sem fer fram um málefni svæðisins . Á þessu sviði getur NATO sýnt stuðning við þann alþjóðlega lagaramma sem í gildi er . Bein aðkoma bandalagsins gæti aftur á móti haft truflandi áhrif á samningaviðræður ríkjanna . Í umræðu allra málsaðila hefur því endurtekið verið haldið á lofti að hervæðing norðurskautssvæðisins væri ekki neinum til góðs . Með það að leiðarljósi getur bandalagið orðið að liði við að tryggja að

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.