Félagsbréf - 01.02.1959, Page 19

Félagsbréf - 01.02.1959, Page 19
PÉLAGSBRÉP 17 brýninga við. Einar skildi glöggt, livert böl fátæktin var íslending- um. 1 kvæði sínu Haugeldum, sem ort er 1898, segir bann: Auðsins jötunafl var dregið aldatug úr kynsins liönd, létt því handtök hafa vegið; hjörð var smá og opið fleyið. Og skáldið bætir við: Senn mun verðsins veldissproti vekja fræin dauð og köld. í AldamótakvœSi sínu segir Einar: Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds að græða upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til lieiðanna’, á miðin, i honum býr kjarni þess jarðncska valds. Þann lykil skal fsland á öldinni finna,— fá afl þeirra hluta’, er skal vinna. Hér var ekki einungis um skáld- legar hugsýnir að ræða, lieldur urðu þær að ákveðinni, fastmót- aðri stefnuskrá. f ritgerð, sem Einar skrifaði 1914 í blaðið Ingólf, sagði bann, að tvennt yrði að vega hvert á móti öðru „fyrst varðveizla, og vöxtur þjóðernisins og síSan auðg- un landsbúa. Og þá kemur hin fyrsta og sjálfsagðasta krafa fram: Starfsfé fyrir ísland“. Um ákvörðun magns þess telur Iiaim þrjár meginhætt- ur þjóðernisins að forðast „Hin fyrsta og versta liætta er auSn landsins. Við þá lífshættu býr þjóðin nú. Næst þar á eftir er önnur stórhætta, það er sam- flutningur fólksins að einstökum stöðum á landinu“. Þetta mundi nú kölluð hættan á því, að jafn- vægi í byggð landsins raskaðist. Ekki spratt þó skilningurinn á þeirri hættu af því, að Einar gerði sér ekki grein fyrir þýðingu vaxt- ar Reykjavíkur fyrir velfamað þjóðarinnar, því að ekkert skáld hefur betur kveðið um þá nauð- syn, svo sem er hann segir: Af bóndans auð hun auðgast, verður stærri og auðgar hann — þau liafa sama mið. „En hin þriðja og minnsta liætta“, sem þjóðerninu er búin segir Einar 1914, „er innflutning- ur útlendinga inn á erfiðismarkað íslendinga“. Það er höfuðmisskilningur, að Einar Benediktsson liafi verið skýjaglópur í fjármálaefnum. Á meðan liann var málflutningsmað- ur í Reykjavík hafði liann góðar tekjur og efnaðist vel. Ég hefi enga tilraun gert til að gera mér grein fyrir þeim eignum, sem hann komst yfir um dagana. En liann átti ýmist einn eða með öðr- um margar jarðir, m. a. í næsta nágrenni Reykjavíkur, svo sem Skildinganes og ICorpúlfsstaði og hverajarðirnar Krýsuvík og Nesja- velli. Þá átti liann fossaréttindi víðsvegar. Sá maður, sem gerði sér

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.