Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 41
BÆKUR
Dr. Jón Jóliannesson:
ÍSLIiAlH.VCA SAGA
Fyrirlestrar og ritgerSir um tíma-
biliS 1262—1550. Almenna bóka-
jélagiS gaf út.
í sögu Islendinga hefir þjóð’veldisöldin
löngum verið sveipuð mestum ljóma í
nieðvitund fslendinga og raunar allra,
sem nokkur kynni hafa liaft af íslenzkri
sögu og menningu. Af þeirri ástæðu
hafa önnur tímabil lent í skugga þessa
glæsilega tíma. Menning þjóðveldisins
var svo einstæð, að hún hefir hvarvetna
vakið bæði undrun og aðdáun, og hrun
þessarar menningar og lirun og endalok
þjóðveldisins lrafa orðið mörgum um-
hugsunar- og rannsóknarefni, en margir
bafa látið staðar numið, er því tímabili
lauk. Þess vegna hafa raunir og barátta
fslendinga á næstu öldum orðið útund-
an við sögurannsóknina og ber þó fleira
t>l þcss. Heimildirnar urn þjóðveldisöld-
ma hafa laðað' margan til umhugsunar
°g rannsókna, en annála og fornbréf
skortir mikið af því aðdráttarafli, sem
lieimildir þjóðveldisins hafa í sér
fðlgið.
Þegar dr. Jón Jólrannesson kom að
Háskóla íslands, var aðkoman að mörgu
leyti lík, og þegar komið er að lítt
numdu landi í sögurannsóknunum, eink-
um eftir 1262, hvarvetna blöstu við-
fangsefnin við. Dr. Jón tók þegar til
starfa og vann, meðan dagur entist.
Hanu var ákaflega glöggskyggn og gagn-
rýninn á heimildir, ég lield, að liann
liafi ekki metið neinn sagnfræðing eins
mikils og Ara fróða, enda gat hann hans
oft í fyrirlestrum sínum. Skömmu fyrir
andlát hans kom bók hans um þjóð-
veldisöldina út, en honum entist ekki
aldur til að vinna að útgáfu annars bind-
is. Það varð því að ráði, að gefa út
fyrirlestra hans um þetta tímabil, en
það var efni í tun það' bil hálft bindi
af sömu stærð og bindið um þjóðveldis-
öldina. Síðan var bætt við ritgerðum
dr. Jóns, sem uin þessa tíma fjalla,
og þar ineð sameinað á einn stað, það
sem hann hafði ritað um þetta skeið
íslandssögunnar. Þórhallur Vilmundar-
son cand. mag. var fenginn til að búa
þelta bindi undir prentun og liefir gert
það með hinni mestu prýði og ekki
sparað sér neina fyrirhöfn, að allt væri
sem bezt og traustast af hendi leyst.
Það leið'ir af sjálfu sér, að bókin er ekki
eins heilsteypt og annars liefði mátt
vænta, ef höfundur hefði sjálfur gengið
frá henni til prentunar. Þar sem fyrir-
lestrar og einstakar ritgerðir fjalla um
sama efni, er að vísu um nokkrar end-
urtekningar að ræða, en þar getur að
líta vinnubrögð dr. Jóns hvernig liann