Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 42
40
FELAGSBREF
kryfur mistraustar heimildir og ber þær
saman til að liafa það sem réttara reyn-
ist. I kennslu sinni brýndi dr. Jón fyrir
nemendum sinum, að undirstaða allrar
sagnfræði væri, að afla sem öruggstra
heimilda, sem rannsóknirnar væru síðan
byggðar á, og ritgerðirnar bera þess
glöggt vitni, að liann breytti í samræmi
við það, sem ltann kenndi, og fór það
mjög að líkum, er jafn heilsteyptur
maður átti blut að.
Fyrirlestrarnir skiptast í þrennt: Fyrst
er saga konungsvaldsins og alþingis. Þar
segir frá lögbóknnunt Járnsíðu og Jóns-
bók, en síðan gerð grein fyrir þeint breyt-
ingum, sem urðu á stjórnarskipuninni við
lögtöku þeirra. Síðan greinir frá réttinda-
baráttu íslendinga og mótspyrnu þeirra
gegn konungsvaldinu. Hér hefir dr. Jón
gert merkilegar rannsóknir, sem bezt má
sjá með því að athuga ritgerðina Réttinda-
barátta Islcndinga í upphafi 14. aldar,
sem prentuð er síðar í bókinni. Þá segir
frá tekjum konungs af landinu til siða-
skipta, og að endingu sagt frá embættis-
mönnunt konungs fram til siðaskipta.
Þetta yfirlit uin sögu konungsvalds og
alþingis er all rækilegt og þó sérstak-
Iega skýrt og greinargott. Saga kirkj-
unnar verður næst fyrir bendi. Þar segir
fyrst frá Staðamáluin liinum síðari og
eru þeim gerð rækileg skil. Síðan segir
frá Kristinrétti ltinum nýja og síðan er
haldið áfratn og sagt frá liinum erlendu
biskupum og þeim ólestri, sem ríkti í
kirkjumálum íslendinga á þessu tíma-
bili.
Síðasti þáttur kirkjusögunnar fjallar
um deilur Ólafs biskups Rögnvaldssonar
og leikmanna um kirknamál, en fræg-
astar þeirra eru Hvassafellsmál, og með
þeim þætti lýkur kirkjusögunni.
Þriðji og síðasti þátturinn í fyrirlestr-
unum er svo verzlunar- og bagsagan.
Henni er skipt í 3 tímabil. Fyrsta tíma-
bilið er frá 1262—1412, þá kemur annað
tíinabilið frá 1412—1490, og loks liið
þriðja frá 1490—1547. Þessi þáttur er
mjög skemmtilegur og varpar skýru Ijósi
inn í myrkur þessara alda. Hér segir
frá því, hversu sjávaraflinn verður aðal-
útflutningsvaran og átökunum, sem áttu
sér stað um liann meðal útlendinga og
þeim breytingum, sem verða í þjóðlífinu
við þessi tímamót. I sambandi við verzl-
unina er svo vikið að skipaeign Islend-
inga, kaupsetningum, vog og máli, út-
fluttum vörum o. fl. Með þessu lýkur
fyrirlestrunum.
Því verður ekki neitað, að margan
mundi fýsa, að hér hefði fylgt með þætt-
ir úr menningar- og atvinnusögu þessa
tímabils. Dr. Jón bafði samið nokkur
drög að atvinnusögu yfir allt túnabilið
frá uppbafi til siðaskipta, en þau voru
of brotakennd til þess, að rétt þætti að
birta þau. En vonandi líðtir ekki á
löngu, áður en úr því verður bætt.
Síðari Iiluti bókarinnar eru svo rit-
gerðir, sem áður liafa birzt á prenti á
víð og dreif í tímaritum. Þær fjalla allar
um menn og átburði á þessu timabili, og
verða þess vegna til að varpa skýrara
ljósi á einstöku atburði og gera gleggri
grein fyrir gangi mála og lífi einstak-
linga. Ritgerðir þessar eru 6 að tölu.
Lengst þeirra og viðamest er „Réttinda-
barátta íslendinga í uppbafi 14. aldar“,
sem áður liafði birzt í Safni til sögu
íslands 1956. Þessi ritgerð er fyrir
margra bluta sakir nterkileg. Húu segir
merkilega sögu af mótspyrnu Íslendinfíu
gegn konungsvaldinu, og sýnir okkur
jafnframt vinnubrögð dr. Jóns, sem lær-
dóinsríkt er að kynna sér sem bezt.
Reisubók Bjarnar Jórsalafara og I