Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 47
FELAGSBREF
45
vera nýtt fyrirbæri þótt segja megi að
hún sé heldur fáséð í íslenzkum bók-
menntum, að minnsta kosti i því formi
sem Loftur Guðmundsson beitir benni.
Það er að mínum dómi einkum tvennt
sem Loftur deilir á í þessari sérkennilegu
bók sinni: hvernig véltæknin og sívax-
andi, formúlukennd einliæfing mannsins
fjötrar bann í sínum eigin uppgötvunum
og sem væntanleg afleiðing af þessu,
hvernig sérhverri sjálfstæðri bugsun og
tilfinningu er bolað burt. Mennskar til-
finningar eiga ekki lieima í hugarskoti
þjóðfélags sem elur menn upp í að laka
við viðhorfum annarra án þess að þeir
bafi tækifæri til að melta þau eða von
um að eignast frið til að bugsa sjálfir.
Mennskar tilfinningar eru þar bæði ó-
viðeigandi og hlægilegar. Og aðhlátur-
inn er einmitt það vopn sem hópsál
tíðarandans beitir gegn þeim mönnum
er hafa þor til að ganga eigin götur.
1 þessari bók er samt enginn hlátur þólt
Loftur sé annars frægur fyrir fyndni
sína. I þessari bók er aðeins sár og
stundum dálitið þreytt svartsýni sem rís
upp í ógnþrunginn sennileika er minnir
á tryllingslegan bildarleik ragnaraka.
Laxness segir á einum stað: „Þann
dag sem lieimurinn er orðinn góður
liættir skáldið að fi nna til, en fyr ckki.
En um leið hættir liann líka að vera
skáld“. í þessum anda lield ég að Loft-
ur hafi ritað bók sína. Annað mál er
svo hvernig honum liefur tekizt það.
Um það er ég ekki fyllilega fær að
dæma. Að skrifa bók er eins og að klífa
hvassan tind. Sá sem aldrei hefur klifið
slíkan tind getur ekki gert sér algera
grein fyrir því ferðalagi. Hann getur að-
eins getið sér til um það.
Mér eru minnistæð tvö erlend stór-
verk sem fjalla um sömu atriði heims-
ádeilunnar og Gangrimlahjólið. Annað
þeirra cr kvikmynd Chaplins, Nútíminn,
sem með nístandi liáði tekur til með-
ferðar drottnun vélarinnar yfir mannin-
um, hitt verkið er skáldsagan Brave
New World eftir Aldous Huxley, sem
tætir í sig efnishyggju og væntanlegt til-
finningaleysi framtíðarinnar. Sé bók
Lofts borin saman við þessi stórvirki
skortir liana að mínu viti fjölbreytni
Chaplins, söguskilning og innsæi Hux-
leys. En, og það er stórt en, Loftur hef-
ur líka sínar aðferðir og þær eru álirifa-
miklar.
Stíll hókarinnar er •fábreytinn víðast
livar og endurtekningar eru notaðar æ
ofan í æ eins og stef í drápu. Sumir
telja þetta kannski galla aðrir kost. En
ég spyr: Ef lýsa á fangavist, verður þá
ekki að notast við einhæft umhverfi
fangans, atburðasnautt lif bans og
fangelsaðar hugsanir? Sumir kunna
ef til vill að segja að lesandinn fái of-
næmi fyrir þessum sífelldu endurtekn-
ingum. En er tilgangur bókarinnar ekki
sá að lesandinn fái ofnæmi fyrir því
sem á er deilt?
I bókinni eru sagðar tvær sögur. Bak-
sagan er cins konar mannkyiissaga, segir
frá Gyðlingum, sem komnir eru af guð-
um og tröllum. Segir frá hinni sérkenni-
legu tilveru þeirra sem byggist að mestu
á uppgötvun og smíði gangrimlahjólsins.
Segir frá því hvernig foringjar þeirra
blekkja liina og reiða að lokum öxi að
rótum ættarmeiðs síns og smíða úr gang-
rimlahjól. Sú smíði varð örlagarík.
Hin sagan segir frá fiinm persónum
sem vinna saman að því að telja skjöl
og ganga frá þeim, raða þeim niður.
Þau vita ekkert hvað þessi skjöl liafa að
geyma, livaðan þau koma eða livert þau
fara. Þessar persónur liafa engin nöfn.