Félagsbréf - 01.05.1960, Page 22

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 22
20 FÉLAGSBRÉF baksvið þeirra ljóða, sem Snorri Hjartarson yrkir nú, og þeir koma við sögu í hverju ljóðinu á fætur öðru. Skáldið ber ugg í brjósti, honum finnst Iþjóð sín í tröllahöndum, en þó er hann bjartsýnn og veit, að úr muni rakna, en hann er hlífðariaus í orðum sínum og andvígur þeirri stjórnmálalegu þróun sem orðið hefur: landið, sem hann dáði í söngvum sínum, er ekki lengur friðland, heldur „hólmi í hafi/ heims, ógnar og valds“ eins og segir í kvæðinu í garðinum. Því verður megin undirstraumur þessarar bókar allur annar en þeirrar fyrri, ekki einka-persóna skáldsins eins og þar, ekki ég hans, heldur viS, þ.e.a.s. sjónhringurinn hefur víkkað, skáldið tekur mið af tímanum, sem hann lifir á, fólkinu í kringum hann, aðstæðun- um í heiminum, í einu orði sagt: manninum. Jafnframt breytist viðhorfið til annars höfuðyrkisefnisins í fyrri bókinni: landsins. Það er ekki lengur fagurt landslag einvörðungu, hvíldarstaður hugans, heldur allt í senn: „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.“ Ást skáldsins á Islandi lyft- ist nú í hærra veldi. Skáldskapur Snorra gerbreytist því í veigamiklum atriðum, en er þó beint framhald fyrri bókarinnar, nú slær hann þau gullnu stef á skjöldu, sem hann hafði heitið þar. Þetta, sem nú hefur verið sagt, gerir það að verkum, að Á Gnitaheiði er öll stærri í sniðum en fyrri bókin og í raun og veru ríkari af ljósi dagsins, þó gustur ógnar og grimmdar fari um hug skáldsins, því bjartsýn trú hans á framtíðina kemur í Ijós í hverju kvæðinu af öðru og fyllir bók- ina birtu, þrátt fyrir þær skuggalegu myndir, sem þar eru dregnar upp af spillingu og vá, mannúðarleysi og dauða. Ef vér flettum bókinni Á Gnitaheiði, sjáum vér, að yrkisefnin eru mjög margvísleg og freistumst til að álíta, að þau myndi ekki ákveSnar heildir innbyrðis líkt og raunin var um fyrri bókina. En þegar betur er lesið sést, að því fer mjög fjarri, yrkisefni dragast hvert að öðru, og fyrr en varir hefur bókin öðlazt mjög ákveðið svipmót. í einum flokki yrkisefna eru kvæði, sem lúla að landi og þjóð, ort með það í huga, að Island var orðið aðili að hernaðarbandalagi; í öðrum flokki yrkisefna eru kvæði, sem spanna víðara svið, en fjalla þó um tímann, sem vér lifum á; og í enn öðrum flokki eru kvæði, sem túlka ýmis persónuleg lífsviðhorf skáldsins, og ekki eru jafn tengd stund og stað, einnig náttúrulýrikk. Til að gera nánari grein fyrir þessari skiptingu, ætla ég að taka nokkrar tilvitnanir úr Ijóðunum sjálfum. Verða þá fyrst fyrir ljóð um land og j)jóð. Þau eru einkum fjögur, þessi: Marz 1949, 1 garðinum, Var þá kallað

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.