Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 25

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 25
FÉLAGSBRÉF 23 bókarinnar fjallar um, þar sem myrknættið leikur hlutverk Fáfnis í goð'- sögninni og dagurinn hlutverk Sigurðar, og eins og Sigurður bar af ormiu- um í sögunni, eins trúir skáldið því, að dagurinn beri sigur af myrknættir.u í heimi vorum. Fg hef þá farið nokkrum orðum um þá tvo flokka yrkisefna bókarinnar, sem ég nefndi fyrst og eru nátengdir innbyrðis. Eftir er að líta á önnur kvæði hennar þ.e.a.s. hin ýmsu kvæði, sem annað hvort eru náttúru-lýrikk eða lýsa persónulegum viðhorfum til lífsins, en eru ekki eins nátengd nú- tímanum og þau, sem ég var að tala urn, þótt sum séu beggja blands að þessu leyti, svo sem kvæðið I Eyvindarkofaveri, lengsta og viðamesta kvæði Snorra fram til þessa, rammlega smíðað, hlaðið orðgnótt og hugsun. Það cf í tengslum við lokakvæði fyrri bókarinnar, Það kallar þrá, að því leyti, að það er ný staðfesting þeirrar vissu að „frelsið er falið þar/sem fólkið berst—“ því er neitað í kvæðinu, að raunverulegt líf, raunverulegt frelsi sé að! finna annars staðar en þar, sem barizt er „í trú á sigur sannleiks og réttar“. Um þetta eina kvæði mætti tala langt mál, eti hér gefst því miður ekki tími til að ræða það nánar. í nokkrum kvæðum Snorra, sem hér eiga lieima, keniur fram viðhorf til tímanS, sem ég veit ekki til, að gæti annars staðar í íslenzkum skáldskap. Eins og vér vitum hefur margt verið hugsað um fyrirbærið tími, og hið merkilegasta af Jtví er vafalaust það, sem eðlisfræðingar halda fram um afstæði hans. En ýmis skáld hafa einnig sérstæðar hugmyndir um tímann, nægir í því sambandi að benda á T. S. Eliot. Viðhorf hans kemur m.a. frarn i upphafi verksins Four Quartets, þar sem segir, að ef til vill mætist allur tími, sá horfni og sá ókomni, í augnablikinu, sem er að líða. 1 ætt við þetta er viðhorf Snorra. Lítum á ljóðlínur, sem koma málinu við: Við göngum í dimmu við litföl log í Ijósi sem geymir um eilífð hvað sem er, og bíður. Fuglinn sem flaug framhjá er enn á sama stað. (Mig dreymir við hrunið heiðarsel) og: niður með ánni flögrar tjaldur lieim í’ ljána, finnur lítinn dreng í túni í Ijósi horfins sumars. .. . (Sumarkvöld)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.