Félagsbréf - 01.05.1960, Page 29

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 29
FÉLAGSBRÉF 27 Lítilla sanda Förum lágt með löndum á léttum fleyjum draums og hljóðra stunda hvíslum farsœlt ár og fagurt smáum söndum Ó sofðu sofðu ei er ljósa tíð... . í leynivogi lygnum ár og síð með slaka voð með dauða voð í öllum þessum vindum. í myrkrinu Löngum hef ég reynt að rœkta blóm í kjallaranum en hann er of dimmur og sprotarnir hafa tcerzt upp. Eg man þó eitt sinn að ég gróðursetti vísi að góðu áformi sem festi rœtur °g teygði úr sér i átt til birtunnar. Óvinir mínir komu á gluggann allan daginn til að fylgjast með vextinum og ef þeir rákust á augu mín utan þröskulds þá reyndu þeir að villa á sér heimildir með því að bregða sér í gervi garðyrkjumanns og tóku að grafa utan við gluggann. Og kvöldið kom og nóttin og hvítur veikburða leggur áformsins varð ósýnilegur í myrkrinu.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.