Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 32

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 32
30 FÉLAGSBRÉF Við ætlum að tala við hann uppi, sagði sá litli. Það er enginn rekinn út héðan, sagði dyravörðurinn, en fólk stendur ekki hér lengur en það þarf. Við vitum hann var ekki einn uppi á herberginu, sagði sá litli og rétti úr bakinu og horfði beint framan í dyravörð'inn. Hvað er með það? Öllum er frjálst að hafa gesti til klukkan tólf. Við skiptum okkur ekki af því. Hann var með gifta konu á herberginu, sagði sá litli og var farið að stríkka á rómnum. Herðabreiði maðurinn með stóra nefið skimaði í kring- um sig en festi ekki augun á neinum hlut. Það er enginn spurður hver sé giftur og hver ekki giftur, sagði dvra- vörðurinn, ritstjórinn er inni á bar. Taliði við hann þar. Eftir fimm mínút- ur kemur hingað balletflolðkur með allt sitt hafurtask og þá er eins golt að sé nóg pláss. Við ætlum ekki að hanga hér, sagði stóri maðurinn nú og hafði hendur djúpt í vösunum á úlpunni, en það væri kannski ekki vanþörf á að ýmsir vissu um svínaríið hér. Dyravörðurinn svaraði ekki strax en virti manninn fyrir sér og var lengi að draga andann. Hótelstjórinn er á annarri hæð, sagði hann, þú getur snúið þér til hans. Ég hef ekkert við hann að tala, sagði stóri maðurinn og fór nú aftur að skima í kringum sig. Hann boraði höndunum lengra niður í vasana. Þá geturðu snúið þér til lögreglunnar ef þú ert hræddur um að ekki sé farið eftir reglugerðinni hér, sagði dyravörðurinn og krosslagði hendur fyrir aftan hak. Annars sé ég ekki hvað þér kemur þetta hótel við. Þú ert bara maður af götunni. Við hugsum um gestina sem borga fyrir sig. Ekki borgar systir mín fyrir sig, sagði nú stóri maðurinn og það var einsog röddinni væri lyft af þungri bylgjuhreyfingu. Mig varðar ekkert um systur þína, ég þekki hana ekki, það er eklci mitt mál ef hún borgar ekki fyrir sig, svaraði dyravörðurinn. En nú fer balletflokkurinn að koma. Hann gekk aftur að borðinu og sveiflaði fætinum örlítið um leið og hann sneri sér við. Hann hallaði sér yfir horðið og fór að tala við síma- slúlkuna. Hún lagði frá sér hlaðið, keyrði aftur höfuðið og hló að ein- hverju sem dyravörðurinn sagði. Litli maðurinn hnippti aftur í stóra manninn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.