Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 36

Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 36
34 FÉLAGSBRÉF Hún er góð, sagði ritstjórinn, hörku góð. Leynir á sér. Ég var að hugsa um að sjá hana aftur. Hvað má bjóða þér? Ég veit ekki nema þeir séu búnir að panta fyrir mig, sagð'i konan og tyllti sér á tá og horfði til karlmannanna í hópnum sem stóðu í þéttum hnapp við barborðið. Bretarnir 'höfðu dregið sig í hlé og stóðu álengdar1 með vodkaglösin. Þeir voru báðir þöglir, kannski voru þeir að hugsa um gæsirnar sem ekki mátti skjóta nema á vissum tímum. Láttu þá panta það' sem þeir vilja, sagði ritstjórinn, ég spurði hvað ég mætti bjóða þér. Ó, almáttugur ég veit ekki, sagði hún og kipraði saman herðarnar, kannski einn asna. Teddi! Láttu okkur fá einn asna! sagði ritstjórinn. Það var orðið þröngt við barinn og þrýst að stóra manninum á báðar hliðar, hann horfði á stóru vinnulúnu hendurnar á sér og sagði ekki neitt. Hann var ruglaður af öllum þessum hávaða og skvaldri, litli maðurinn hafði hrökklast út á gólfið og konan var komin þangað sem hann hafði staðið. Hvað liggur fyrir í kvöld? spurði ritstjórinn og studdi olnboganum á borðbrúnina, öxlin á konunni nam við bringuna á honum. Það var þrengt aÖ þeim og konan hafði látið undan síga. Ó, ég veit ekki neitt, anzaði konan, kannski förum við heim til Gógóar. Hún á afmæli. Hlusta á hana segja frá börnunum sínum? spurði ritstjórinn. Þessuro gáfuðu börnum sem gengur svo vel í skólanum? Konan skríkti og saup á asnanum líkust fugli sem stingur nefinu niður til að fá sér að drekka. Þú mátt ekki vera svona púkalegur, sagði hún og drap tittlinga framan í hann. Gógó er allra indælasta stelpa. Ég var að hugsa um að skemmta mér ærlega í kvöld, sagði ritstjórinn, ég hafði ekki hugsað mér að sleikja rjómatertur og súpa á sjerrígutli. Ég heyri þú ert í stuði, sagði konan og hló, það er alltaf svo stórkost- legt þegar þú ert í stuði. Það er enginn einsog þú. Ritstjórinn hallaði sér áfram og snart hárið á henni með rökum vörunum: Ég sé ekki betur en þú sért líka í stuði, sagði hann, og þá er engin einsog þú. Hún setti glasið frá sér á borðið með báðum höndum, laut fram og hélt áfram að hlæja. Ó, þegar þú talar svona, sagði hún, og hvað heldurðu að hin segi?

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.