Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 37
FÉLAGSB RÉF
35
Lofaðu þeim að hlusta á skýrsluna hjá Gógó um gáfnafarið í krökkunum,
svaraði ritstjórinn og saup drjúgan úr glasinu.
Það var lögð þung hönd á öxlina á honum. Hann leit við og andartak
horfðust þeir í augu, ritstjórinn og stóri maðurinn með vinnulúnu hend-
urnar. Svo vatt ritstjórinn sér til, furðu fimlega.
Reyndu að hafa stjórn á þessum lúkum þínum, sagði hann, annars gætu
þær orðið einhverstaðar á milli.
Litli maðurinn smeygði sér upp við hliðina á mági sínum. Hann hélt
um gleraugun annarri hendi.
Förum ekki í hart, við skulum ræða málið. Lofaðu okkur að fara upp og
tala við hana. Bara heyra hvað hún segir.
Konan hafði snúið sér við og horfði á mennina tvo hissa, forvitin. Svo
leit liún á ritstjórann og sagði:
Hvaða menn eru þetta?
Ritstjórinn brosti út að eyrum.
Þetta eru vinir mínir. Miklir vinir mínir. Þeir vilja helzt ekki sleppa
mér úr augsýn.
Konan saup aftur á asnanum og skríkti einsog 'hún hefði heyrt eitthvað
sem var helvíti gott.
Ó, guð, allt þetta fólk sem þú þekkir!
Svo horfði hún aftur á mennina tvo og hláturinn loddi enn í andlitsdrátt-
um hennar, unz hún sneri sér að ritstjóranum og sagði:
Ég segi þá hinum að ég komi ekki?
Það drundi í stóra manninum og soghljóðið jókst í röddinni:
Það veitti ekki af að básúna allt þetta svínarí um bæinn. Þennan skepnu-
skap. Þennan níðingshátt!
Konan leit á hann furðu lostin, hún var hreint ekki hrædd en öldungis
hlessa.
Hvað meinar maðurinn?
Ritstjórinn brosti aftur.
Bara vinarhót. llonum þykir svo vænt um mig.
Litli maðurinn þrýsti sér enn nær þeim.
Við megum ekki koma öllu í uppnám. Við verðum að ræða málið, ekki
fara í hart. Ég á heimtingu að tala við hana. Ég vil fá að tala við hana.
Bara sjá hana.
Ritstjórinn horfði andartak þögull á litla manninn, svo kinkaði hann kolli