Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 38
36 FÉLAGSBRÉF og nú brosti hann ekki, heldur var alvarlegur, næstum hátíðlegur á svip. Hann lauk úr viskíglasinu sínu, fleygði tveimur hundraðköllum á borðið og sagði: Já, þú skalt fá að sjá hana, tala við hana eins lengi og iþú vilt, Svo tók hann föstu taki utanum handlegginn á konunni og leiddi hana áleiðis að dyrunum. Hópurinn sem hafði fylgt henni inn af kvikmynda- húsinu, horfði á eftir þeim ganga út. Mennirnir tveir fylgdu í humátt á eftir. Sá litli rak lestina og neri saman höndum. Hann var búinn að taka gleraugun ofan. Ritstjórinn staðnæmdist við afgreiðsluborðið. Stúlkan við símann teygði sig eftir lyklinum og rétti honum. Númer 307, sagði hún. Ritstjórinn greip lykilinn með vinstri hendi, hann sleppti ekki taki á konunni á meðan. Ég verð1 ekki heima í nótt, sagði hann við afgreiðslustúlkuna, kem ekki fyrren um hádegi á morgun ef einhver spyr eftir mér. Svo sneri hann sér að litla manninum sem hafði numið staðar rétt fyrir aftan hann og tróð lyklinum í vasa hans einsog hann væri að gefa vika- pilti sælgæti fyrir fljótan greiða. Segðu henni nú að gleyma ekki neinu, sagði ritstjórinn, ég veit ekkert verra en senda draslið á eftir þeim útum hvippinn og hvappinn. Svo stikaði hann út að dyrum með konuna við hlið sér. Ég veit hvert við förum, sagði hann. Og ég sem átti nærri því heilan asna inni, sagði hún og skríkti þegar þau gengu út. Litli maðurinn stóð lengi í sömu sporum og afgreiðslustúlkan gaf hon- um hornauga. Loks hnippti stóri maðurinn í hann, dálítið harkalega. Litli maðurinn leit andartak sljóum augum á mág sinn, svo fór hann ofaní vas- ann eftir lyklinum og sagði: Farðu heim, ég tala bara einn við hana. Þetta er mitt mál. Þú varst nú samt áðan að minna mig á það að hún væri syslir mín, sagði stóri maðurinn. Svo snerist hann á hæli og gekk út. Litli maðurinn stóð einn eftir. Hann handlék lykilinn, lét þunga málmplötuna með greyptum tölustöfunum hvíla í lófa sér. Kem ekki fyrren um hádegi á morgun.... tautaði hann.... senda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.