Félagsbréf - 01.05.1960, Page 41

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 41
Archibald MacLeish: Skáldið og blaðamaðurinn það þykja auðsæ sannindi menningarinnar nú á dögum, ef menning er liá rétt heiti á þeirri ringulreið hugmyndalífsins, sem við búum við, að Ijóðagerð og blaðamennska séu tvær andstæður og mjög fjarlægar hvor ■annarri. Það er harla ólíklegt, að þessi tvö umræðuefni beri á góma sama kvöldið, þar sem fólk þykist halda uppi skynsömum og háfleygum sam- ræðum, og þegar þessi hugtök eru við höfð hvort um annað, þá verður rnerking þeirra harla niðrandi. Ef einhver vill móðga blaðamanninn Scotty Reston, og þeir eru eigi fáir, sem nú fást við slíkt í Washington, þá mundi sá hinn sami nefna prýðilegar greinar hans um utanríkismál „skáldskap“ ■— með öðrum orðum þvætting. Og ef einhver vildi móðga Thomas Stearns Eliot, en það kæmi engum til hugar nú á dögum, hvorki í Washington né -annars staðar, þá mundi hann nefna ljóðaflokk hans, The Waste Land, -,,blaðamennsku“ (,,sjúrnalisma“) — og meina það og ekkert annað. Eldri skáld, sem beina máli sínu til yngri skálda og rithöfunda, ráðleggja þeim eindregið að forðast blaðamennsku í hvaða mynd sem er eins og heitan eldinn, blauta sokka og ginsjúss fyrir morgunverð. Dagblaðið Nev’ York Mirror svarar svo þessum kveðjum með þvi að lýsa því yfir í leiðara, sem er eins hátíðlegur og stólræða, að hver sá sem ekki álíti Robert W. Ser- i'ice mikið skáld, sé hreinasti montrass og gæti jafnvel talizt vera intelektúal- >sti. í stuttu máli, endimörk ritvélaborðs vorra tíma, þær meginandstæður, sem aldrei geta mætzt, austur og vestur hins þverbrotna heims, sem vér nú hyggjum, eru skáldskapur og blaðamennska. En er vér stöldrum ofurlítið við og hugleiðum þetta, hvers vegna þurfa þá skáldskapur og blaðamennska mynda hina tvo póla í heimi orðanna? Hvers vegna ættu þau að birtast oss sem andstæður? Það er að sjálfsögðu mikill munur á þessum tveimur íyrirbærum — munur, sem hver og einn getur skilgreint — en er hann þá í

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.