Félagsbréf - 01.05.1960, Side 42

Félagsbréf - 01.05.1960, Side 42
40 FÉLAGSBRÍIF rauninni eins mikill og hann virðist vera? Skáldskapur er list, já; eða ætti að vera það. En er blaðamennska þá andstæða listarinnar? Engum dytti í hug að halda því fram, að venjuleg fréttafrásögn t.d.í Cicago Tribune sé listaverk, að minnsta kosti ekki í venjulegri merkingu þess orðs. En á sama hátt mundi enginn neita því, að stórmerk verk séu til á sviði hlaðamennskunnar, og þegar slík verk verði til, þá ska])ist þau fyrir sinn eigin innri aga — aga, sem birtist í forminu. eins og ávallt á sér stað um þann aga, sem listaverk byggjast á. Stíllinn í góðri hlaðagrein hyggist ekki. eins og stundum kemur fram, á manninum. Iieldur á manninum í ljósi til- gangsins: á manninum, sem vinnur verk sitt af allri orku sinni til þess að ná þeim tilgangi, sem hann hefur helgað sig að fullu og öllu. En þetta er vitanlega hið raunverulega eðli, sem fram kemur í stíl hvers þess verks,. sem talizt getur til listaverka. Vér getum m.ö.o. ekki greint á milli skáldska|>ar og bjaðamennsku á þann hastarlega hátt sem vér gerum með því að segja aðeins, að eilt sé list og annað ekki. Ég held að það sé ekki mögulegt að réttlæta andstæðan skyldleika þeirra á svo einfaldan hátt. Ég ímynda mér að teorían feli’st i því, að ætlazt er til þess að skáldið ska])i heim í Ijóðum sínum, en á hinn bóginn er ekki búizt við því að blaðamaðurinn skapi nokkuð, heldur haldi sig við jörðina og þann heim, sem hann þegar lifir og hrærist í. Þetta þýðir að skáldið býr til eitthvað nýtt, en blaðamaðurinn lýsir einhverju sern gamalt er, eða að minnsta kosti einhverju, sem þegar hefur átt sér stað, því að ef það hefur ekki þegar gerzt, þá er hann enginn hlaðamaður. Nánav til tekið velur hlaðamaðurinn sér efni úr því, sem þegar er: atburði. sem hafa raunverulega ált sér stað; aðgerðir, sem hafa verið framkvæmdar: hluti, sem hann hefur séð; hljóð, sem hann hefur heyrt. Hins vegar verð ur skáldið að spinna sögu sína út úr sjálfum sér, eins og köngulóin vef sinn. En ef við látum teóríuna lönd og leið og lítum í þess stað á það, sem raun- verulega á sér stað, — ákveðin ljóð, ákveðin verk blaðamanna — fær þessi greinarmunur á sköpun og vali þá staðizt? Tökum fyrsta ljóðið, sem kemur í huga þinn; allir fáum vér slíka gesti öðru hverju. Vér nefnum þá gamla kunningja, því þeir þurfa ekki að knýja dyra og er frjálst að ganga rakleitt inn. Sumum yðar mun þá eflaust kom ■ til hugar 1 jóð Chorley’s, Degi lýkur:

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.