Félagsbréf - 01.05.1960, Page 48
46
FÉLAGSBRÉF
En ekki þuríum vér að sækja til súrrealistanna eða eftirmanna þeirra
til þess að íinna þessu stað. Þau ljóð, sem virðast í fljótu bragði mest
þrungin hugarórum, munu ef þau eru lesin í kjölinn, sýna, að hugarór-
ar þeirra eru engu ósannari, óraunverulegri (ef enn er þá leyfilegt að nota
þetta orð), heldur en ákveðnustu staðreyndir. Hugleiðum til dæmis píanóin
hans Rimbauds uppi á tindum Alpafjallanna, hérana, sem eru að biðja til
regnbogans í gegn um köngulóarvefinn, litla drenginn, sem veifar hand-
leggjunum sínum að vindhönunum, „Aprés le Deluge“, eftir að flóðið .hef-
ur sjatnað. Berið svo þessa hóflausu 'hugaróra saman við harðsoðnar stað-
reyndir sögunnar, sem bæði blaðamennirnir og sagnfræðingarnir segja frá.
Ég held, að yður muni reynast það nokkuð erfitt að skilgreina muninn ná-
kvæmlega. Mig undraði ekki þótt þér kæmuzt að þeirri niðurstöðu, að hug-
arórarnir væru enn harðsoðnari en stað'reyndirnar. Yér erum í sannleika
sagt „það efni, sem draumarnir eru gerðir úr,“ og hver sá, sem ekki hefur
ennþá gert sér grein fyrir því, að þetta „litla líf vort er umlukið svefni“
hefur ekki ennþá byrjað að lifa þessu litla lífi. Eftir hvert flóð, sem drekkl
hefur heiminum, hvort sem það er fyrir einn mann eða marga, komum vér
aftur að þeirri andartaksstund, þegar allt er aftur sem nýtt og allt er kleift,
jafnvel hið ókleifa; þegar litlir drengir og vindhanar skiptast á kveðjum.
Varla getur verið til sá maður eða kona, af minni kynslóð, ef þau hafa
tekið einhvern þátt í lífi þessarar kynslóðar, að þau hafi ekki lifað slíka
andartaksstund — og síðan týnt henni aftur, eins og ljóð Rimbauds
týnir henni. Eru þessir hugarórar ekki eins raunverulegir og staðreyndir
vorar? Eru þeir ekki eins raunverulegir og morð, eða Eaubus ríkisstjóri
í Arkansas, svo ekki sé nefnd stefna vor í málefnum Kína eða verð-
bréfavísitala sú, sem kennd er við Dow Jones? Hefur þú nokkurn tíman
mætt verðbréfavísitölu Dow-Jones seinni part sunnudags, eða séð hana fara
í bað, eða yfirleitt mætt 'henni nokkurs staðar í heiminum? Og að því er
snertir utanríkisstefnu vora gagnvart Kína, mundi nokkur þekkja andlit
hennar, ef hún gengi hér fram á sviðið, tæki sér sæti og setti upp bros?
Fjarri því að ég sé að gefa í skyn, að staöreyndir blaðamennskunnar séu
óraunverulegari Ég er aðeins að drepa á, að í raun réttri sé ekki sá munur
milli staðreynda blaðagreinarinnar og hugaróra Ijóðsins, sem vér höldum,
þegar vér snúum þeim upp í andstæður. Þetta getur hver sannað fyrir
sjálfum sér á hvorn veginn sem er með því að lesa eitthvert dagblaðanna.
Hverju munum vér t.a.m. eftir úr uppreisninni í írak fyrir rétt rúmu ári?