Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF 47 Þetta var þó einn merkilegasti fréttaviðburður ársins. Það sem ég man bezt er frásögnin af morði gamla forsætisráðherrans, hins fræga eyðimerk- urrefs og valdamesta mannsins í landinu milli fljótanna, sem var skotinn niður klæddur eins og gömul kerling. Hvers vegna man ég eftir þessu? Sökum þess að í frásögunni verður staðreyndin eitthvað meira en hrein og köld staðreynd. Vegna þess að mér finnst ég skilja eitthvað um mann- inn — og einnig þá, sem drápu hann. Sökum þess að hinn pólitíski at- burður verður að mannlegum atburði, sem kastar skugga langt út vfir endimörk Bagdadborgar, langt út yfir endimörk eyðimerkurinnar, langt út yfir endimörk Mið-Austurlanda. Góð blaðamennska getur aðeins orðið til, þegar hin dreifðu og nærri ólæsilegu brot reynslu vorrar af heiminum eru sett saman á þann hátt að þau skiljist sem mannleg reynsla. Og hið sama má með sanni segja um Ijóðagerðina. Það, sem skáldið fellir saman úr þessum brotum, er endingarmeira en það, sem blaðamaðurinn setm saman í frásögu sinni. Það er stærra í sniðum. Það ristir dýpra. Merking þess nær lengra. Það er gætt fegurð. En það er ekki gagnstætt í eðli sínu. Ljóðagerð og blaðamennska — ljóðagerð og sagnfræði — eru ekki and- stæður og geta ekki verið andstæður, og sú hugmynd, að þetta séu and stæður, er blekking. Það er annað og meira en einföld yfirsjón, sem 'hefur átt sér stað við þennan virðulega og heilaga hugsanarugling. Margs konar yfirsjónir eiga sér stað. Sumar eru skaðlegar, aðrar eru bara bjálfalegar. Sú yfirsjón, sem ég er að ræða hér, er skaðleg. Hún hefur skaðað ljóðagerðina. Hún hefur breytt blaðamennskunni. Og áhrif hennar á hina óhamingjusömu nienningu vora, eða öllu heldur áhrif hinnar dýpri blekkingar, sem hefur falið þessa yfirsjón í barmi sér, hafa verið og halda áfram að vera hiu börmulegustu. Það sem virkilega greinir á milli ljóðagerðar og blaðamennsku, a® fráteknum augljósum mismun í formi -—- notkun orða, myndsköpun orða, samhengi orða — er ekki það, sem kalla mætti tegundarmun, heldur munur í túlkun. Blaðamaðurinn beinir huga sínum að atburðum, skáldið að tilfinningum. Blaðamaðurinn hugsar um útlit heimsins; skáldið um tilfinningar heimsins. Blaðamaðurinn reynir að segja frá því, sem hefur gerzt, hvar svo sem það hefur gerzt, eins og sami atburðurinn hafi varðað bvern mann og haft sömu áhrif á alla menn. 1 ljóðagerð sinni reynir skáldið að segja frá því, hvernig það er fyrir hvaða mann sem er að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.