Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 50

Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 50
48 FÉLAGSBRÉF hann sjálfur í nærveru einhvers sérstaks atburðar, eins og hann hefði verið þar aleinn og enginn annar nærstaddur. Skáldið meðal vor stöðvar hest sinn við skógarjaðarinn i ljósaski])tun- um meðan snjórinn fellur í þéttri drífu allt umhverfis hann, og andar- tak lætur hann undan þrá sinni til að sofna í kaldri, hvítri, iðandi kyrrð- inni. og þetta er einnig önnur og dýpri þrá, sem allir hugsandi menn hafa fundið til. Á hinn bóginn leyfir blaðamaðurinn sér einungis að sjá mann í litlum eineykisvagni, hann nemur staðar í óblíðu veðri á einhverjum fjar- lægum og ólíklegum stað. Þar eð ekkert hefur „gerzt“ þá birtir hann heldur ekki neitt. Hið sama á sér stað þó vér snúum dæminu við. Blaðamaðurinn forðar sér undan handsprengjum á markaðstorginu í einhverjum kæfandi heitum. rykum, skítugum og ótrúlegum eyðimerkurbæ til þess að segja fréttir af fjarlægu stríði, sem gæti verið upphafið að hinu endanlega og síðasta stríði, en sökum þess að þetta eru bara atburðir, sem eru að gerast, segir skáldið ekki neitt; sökum þess að skáldið finnur ekki til neins, þá hefur það heldur ekki neitt að segja. Auðvitað ýki ég. Það hafa verið uppi blaðamenn með okkar kynslóð, menn eins og Elmer Davis og Ernie Pyle, sem aldrei hefðu skilið útlit hlutanna frá eigin tilfinningu sinni til þeirra, jafnvel þótt þeir hefðu getað það. og sum samtíðarskáld okkar fundu ekki aðeins til heldur sáu einnig horgarastyrjöldina á Spáni — sáu hana í raun og veru miklu skýrar og af meiri glöggskyggni en blaðamennirnir eða erlendu sendimennirnir eða þeir. sem hafa athugun og túlkun heimsviðburða fyrir atvinnu. Mesta skáld samtíðarinnar var jafnframt einn nákvæmasti og djúpskyggnasti athugandi samtíðarsögu sinnar, ef hann var þá ekki einnig gáfaðasti túlkandi þeirrar sögu. Hringsólandi í sífellt stærri sveigum, fálkinn getur ekki heyrt til fálkarans; allt fellur í sundur; þungamiðjan hefur engan mátt; hreinn anarkismi skellur yfir heiminn, blóðdimm holskeflan flæðir yfir og hvarvetna er hátíðleik sakleysisins drekkt; þá beztu skortir alla sannfæringu, en þeir verstu fyllast ástríðuþrungnum ákafa.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.