Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 52

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 52
50 FÉLAGSBRÉF blaði, sem er vel úr garði gert og vel stjórnað, getur verið án þess. Og sér- hver endurbót, sérstaklega sú endurbót sem er möguleg fyrir tilstilli ein- hverrar mekanískrar uppgötvunar, kostar einhverja fórn, eins og vér erum að komast æ betur að raun um í þessu vélvædda landi voru. Oft og ein- att er þessi fórn færð á kostnað náttúrunnar, og stundum jafnvel á kostnað mannlegs eðlis. Það rignir yfir oss staðreyndum, en vér höfum týnt eða erum að týna niður mannlegum hæfileika til þess að finna til með þess- um staðreyndum, skynja þær. Ljóðagerð lifir enn með oss, jafnvel af orku og uppfinnigasemi, og fram koma nýir meistarar, sem geta staðið við hlið hinna eldri. En Ijóðið sjálft hefur tapað orku sinni og þrótti í hugum mannanna. Vér höfum að vísu ekki kastað listinni fyrir borð eins og Her- bert Spencer hélt að maðurinn mundi gera þegar vélin væri komin að fullu til valda, en vér höfum skemmt og skaðað iðkun þess hæfileika, sem listin færir oss, hæfileikann til að skynja af sannleika og þannig að vita af sannleika. Nú skynjum vér og vitum með höfðinu, af staðreyndum, af óhlutlægum ályktunum. Það virðist sem vér séum ekki lengur færir um að skynja eins og Shakespeare skynjaði, er hann lætur Lear konung hrópa til Gloucesters, þar sem hann stendur uppi á heiðinni og er orðinn blindur: „þar sérðu hvern veg þessi veröld fer,“ og Gloucested svarar „ég sé það af tilfinningu.“ Ég veit ekki hvers vegna vér erum orðnir svo vanmáttugir og afllausir. Ég veit aðeins að þetta getuleysi á sér stað og það er hættulegt, í vaxandi mæli hættulegt. Ég veit einnig, eða held ég viti, að hver sem hin raunveru- lega ástæða er fyrir þessum skilnaði tilfinningarinnar og þekkingarinnar, þá birtist sá skilnaður skýrast í þeirri furðulegu og heimskulegu trú, að líf ímyndunarinnar og líf leitandi huga mannsins séu tveir andstæðir pólar — þeirri trú að maðurinn geti lifað og skynjað og náð valdi yíir reynslu sinni af þessari húmuðu jörð með því að safna að sér vitneskju, og engu öðru. Þeir menn, sem þessu trúa, hafa í raun og veru kastað frá sér allri ábyrgð sem menn. Þeir hafa gengið óvinunum á hönd, þessum óhamingju- sama múg, fórnarlömbum hinnar nýju og hræðilegu kúgunar vorra daga, sem sjálf eiga ekkert að skynja og mega ekkert skynja, heldur eiga aðeins að taka þegjandi við daglegum skammti af fréttum og hatri, sem Peking og Moskva réttir þeim. Þegar mennirnir hætta að skynja af öllu hjarta sínu, þá hefur ófrelsið og ánauðin innreið sína, þegar mennirnir hætta að skynja fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.