Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 53

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 53
félagsbréf 51 sjálfa sig og hætta að bera sjálfir byrðar sínar. Að gera sig ánægðan með, sætta sig við skynjun og tilfinningu annarra eins og Rússar, Kínverjar og Plóverjar — jafnvel Ungverjar — hafa neyðzt til að gera, það er hið sama og að sætta sig við ákvarðanir annarra, og eftir að slíkt 'hefur átt sér stað, er þjóðfélagið, hverju nafni sem nefnist, ekki lengur frjálst. lmyndunaraflið er hin eiginlega og raunverulega brjóstvörn frelsisins, þetta skynjandi og tilfinninganæma líf hugans, sem veit sökum þess að það tekur fullan og algeran þátt í skynjun sinni og tilfinningu, setur sig í spor hugsana sinna, fylgir þeim eftir, fylgir eftir litlu Negrastúlkunni, sem finnur munnspýtuna renna niður eftir kinn sinni. Sá maður, sem skynjar með hjartanu, hann veit það með sjálfum sér að hann er maður, hann skynjar með sjálfum sér, og rödd þess manns er aldrei hægt að þagga niður. Hann er frjáls, hvar sem hann býr, alveg eins og Boris Pasternak hefur sýnt að hann er frjáls, jafnvel í Rússlandi. Sá maður, sem aðeins skynjar með huganum einum, sem ekki vill skuldbinda sig fram yfir þau takmörk, sem vitsmunir hans setja honum, sem ekki vill finna til með því, sem hann skynjar eða veit, eða ekki vill vita af því, sem hann raunveru- lega finnur, sá maður getur hvergi notið frelsis. Hann er eins og brúða í bandi, sem hreyfist þegar kippt er í það, hann lætur stjórnast af innau- tómum slagorðum. Fyrr eða síðar mun honum finnast lífið innantómt og einskis virði, eins og eitthvað, sem stjórnað er af öðrum, og að lokum verður hann sljór gagnvart þeirri yfirstjórn, lætur hana sér lynda og í léttu rúmi liggja, gefur því eins lítinn gaum og hann getur, fæst aðeins um þá hluti, sem eru honum svo nálægir, að honum virðast þeir einir vera raunverulegir — bílinn sinn, túnblettinn, skuggana á sjónvarpsglerinu — táknræna skugga. Að mínu áliti — sjálfsagt hugsa ekki margir þannig — þá er mesta hættan, sem vofir yfir þjóðfélagi voru, fólgin í þeirri hættu, sem vofir yfir lífi ímyndunaraflsins. Það sem vér þörfnumst umfram allt annað, umfram eldflaugar eða siðferðislega endurvakningu eða trúarlega enduv- reisn er að vakna til lífsins á nýjan leik, endurheimta manndóm og þrótt ímyndunaraflsins, sem öll menning fyrri alda hefur bvggzt á: hið ,,vfir- 'iáttúrlega afl,“ eins og Coleridge nefndi það, sem vekur „alla sál mannsins“ til starfa og gerir honum kleift að skynja þekkingu sína. Þetta er ástæðan fyrir því, að ég hef leyft mér að taka til máls innan veggja þessa merka háskóla og ræða um áhyggjuefni mitt. — Ég er ekki þar með þeirrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.