Félagsbréf - 01.05.1960, Side 54

Félagsbréf - 01.05.1960, Side 54
52 FÉLAGSBRÉF skoðunar að menntunin sé að öllu leyti ábyrg fyrir þeirri miklu veilu, sem er orsökin fyrir þessum aðskilnaði á þekkingu hugans og þekkingu hjartans, enda þótt hún verði að bera sinn hluta þeirrar byrðar. Ég á öllu frekar við það, að einungis fyrir tilstilli menntunarinnar muni reynast mögulegt að græða þetta sár og brúa þetta bil. Þörfin á því að endurskoða sambandið millum lista og menntunar hefur aldrei verið meiri en nú, þegar öll athygli vor virðist beinast að sambandinu millum menntunarinnar og raunvísindanna. Það þjóðfélag, sem hefur svo gjörsamlega týnt niður eigin- leikanum til að sjá heiminn af tilfinningu og getur horft upp á það i hljóði að möguleikanum til gjörsamlegrar útrýmingar mannkynsins með atómvopnum sé beitt í diplómatískri refskák, getur fyrr en það grunar þurft á þúsundum vísindamanna að halda til hvers konar framleiðslustarfa. En jafnvel enn fyrr þarf það á því að halda að læra að skynja. ÞórBur Einarsson íslcnzkaZi.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.