Félagsbréf - 01.05.1960, Page 55

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 55
nWBOGl GUÐMUNDSSON: Félag lil eflingar norrænum fræðum I stefnuskrá Félags til eflingar norrænum fræðum (The Societv for the Advancement of Scandinavian Study) er stofnað var fyrir tæpum 50 árum ' 26.—27. maí 1911) í Chicago, segir svo m.a.: nigangur þessa félags skal vera að glæöa rannsóknir á tungumálum, bók- nienntum og menningu Norðurlandaíþjóða og stuðla að iðkun slíkra fræða í Anieríku. Þessu markmiði hyggst félagið ná með árlegum fundum, þar sem iyrirlestrar verða fluttir og ræddir, með útgáfu fræðirita og annarri starf- senú eftir ástæðum. Fyrsta hefti tímarits félagsins: Scandinavian Studies and Notes (ritið heitir nú Scandinavian Studies), kom út þegar í júní árið' 1911, og 'v,oru félagsmenn ])á orðnir áttatíu alls. Meðal þeirra var próf. Lee M. Hollander, sem nú er forseti félagsins. En sex aðalfrumkvöðlarnir, er efndu H1 stofnfundarins í Chicago, eru allir fallnir frá, hinn síðasti Georg T. Flom ‘f- janúar þetta ár. — Reyndist hann og Albert Morey Sturtevant, annar hinna sex upphafsmanna, mestir athafna- og atkvæðamenn í þeim málum, er félagið hefur látið sig varöa. Var Flom t.d. ritstjóri fyrrnefndis tímarits iyrstu tíu árin, en Sturtevant úr því samfleytt í 36 ár. Hafa í tímariti þessu ’ sei'i nú kemur út fjórum sinnum á ári) birzt margar ágætar ritgerðir, fjöldi ntdóma og fréttir hvers konar um starfsemi félagsins og ástand og horfur 1 þeirn málum, er það beitir sér fyrir. Má þar nefna t.d. rannsókn sem þeir Uösta Franzen og Hedin Bronneh hafa gert á nokkurra ára fresti tæpa tvo aratugi á kennslu Norðurlandamála og þátttöku í námi þeirra við bandarísk- ar menntastofnanir. Þó að allvel horfði í þeim efnum á elzta skeiði félags- lns> krfppti þegar að í heimsstyrjöldinni fyrri. Og á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur þeim menntastofnunum smám saman fækkað, er einhvers ^onar tilsögn veittu í umræddum fræðum. í-n nú virðist heldur vera að rofa til aftur, og leyfi ég mér í því sambandi

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.