Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 22

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 22
20 FÉLAGSBRÉí að höfundurinn væri sér þess jafnvel ekki meðvitandi, livert takmark hans í raun réttri var. Eins var ekki ávallt mögulegt að dæma um það, hvert takmark hans hafði verið, heldur aðeins um árangurinn. „Við héldum þvi fram,“ segir William Wimsatt, „að áform eða tilgangur höfundarins sé hvorki fyrir hendi né sérstaklega æskilegur til þess að byggja á dóm um það, hvort bókmenntalegt listaverk hafi tekizt vel.“ Skáldið verður með öðrum orðum einkaritari sinnar eigin undirvitundar, hinn raunveru- legi tilgangur er honum að mestu óafvitandi, og sama máli gegnir um gildi þess sköpunarverks, sem hann lætur frá sér fara. Það er gagnrýnand- inn, sem í raun og veru segir honum til um, hver hoðskapur hans sé. Bók Leslie Fiedlers, Ást og dau'ði í amerískri skáldsagnagerð, 600 bls. verk, sem kom út fyrir nokkru og snýst að mestu um skilgreiningu amerísku skáldsögunnar gegnum árin út frá þeirri staðreynd, að höfundar hennar hafi óafvitandi leitazt við að bæta fyrir afneitun sína á eðlilegu ástalífi beggja kynja með því að leggja sjúklega áherzlu á „dauða, sifjaspell og saklausa 'kynvillu.“ Eflaust má lengi deila um þetta atriði: hvort ljóð (eða skáldsaga) feli í sér það, sem höfundurinn ætlaðist til og hann tel- ur sig hafa sagt, eða það sem verkið raunverulega opinberar. Þessi spurning birtist í spaugilegu ljósi á fundi skálda og gagnrýnenda ekki alls fyrir löngu. Þekkt ljóðskáld hafði tekið að sér að birta þar nýtt verk sitt og mikilsmetinn gagnrýnandi var fenginn til þess að vega og meta. Þegar gagnrýnandinn hafði lokið umsögn sinni, brást skáldið hart við og andmælti: „en þetta er alls ekki það sem ég vildi sagt hafa.“ Gagn- rýnandinn svaraði þá hinn rólegasti: „Ég get ékki gert að því, hvað þér vilduS hafa sagt; þetta er það sem ljóðið segir.“ Á sama hátt var það Scott Fitzgerald undrunarefni, að gagnrýnendurnir „gátu lesið á milli línanna“ í bók hans, The Great Gatsby, það sem hann „vissi alls ekki“ sjálfur, að væri þar að finna. Vera má, að maður neyðist til að álykta sem svo (einkum síðan Freud og kenningar hans komu til sögunnar) að ljóðið sé í raun og veru tvíþætt: það sem skáldið ætlaði sér að segja og það sem það opinberaði óafvitandi- Áhugi gagnrýnandans snýst um það, hvernig þessi opinberun er til orðin, um þróunarferil flókinna mynda og líkinga, sem í huga hins meira eða minna ósjálfráða skálds hafa fætt af sér ljóð. Slíkur gagnrýnandi, eins og skáldið T. S. Eliot hefur bent á, hefur „meiri áhuga á sjálfri aðferðinni við samningu Ijóðsins en því Ijóði, sem verður til á þennan hátt.“ Verk hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.