Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 23

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 23
FÉLAGSBRÉF 21 verður „útlistun formsins" — með öðrum orðum eins og hann virðist „aðeins hirða um gluggarúðuna — ekki það, sem sjá má í gegnum hana." Þetta voru ný sjónarmið og þau áttu sinn þátt í sköpun merkilegra bók- menntaritgerða, eins og hjá Eliot, Cleanth Brooks, R. P. Blackmur o.fl. Aftur á móti verðum við að hafa það hugfast, að sérhver bókmennta- stefna á það á hættu að fara út í öfgar, gerast sérlynd um of og verða loks með öllu ófrjó. Lítum á hina ný-klassisku bókmenntastefnu átjándu aldar, sem að lokum og óumflýjanlega vakti upp byltingarsinnaðar kenn- ingar þeirra Wordsworth og Coleridge. Á undanförnum áratugum hefur allmikil úrkynjun gert vart við sig meðal nýgagnrýnenda, og hefur hún dregið mjög úr orku og þrótti kenninga þeirra. Þessi stefna hefur jafnvel fætt af sér hin herfilegustu óbermi á sviði bókmenntagagnrýni. Nú, þegar unnt er að virða hina nýju siði og kenningar fyrir sér í nokkurri fjarlægð, þá virðast þær á ýmsan hátt vera fullt eins miklum takmörkum háðar og í eðli sínu jafnskaðlegar og hinar fyrri kenningar og stefnur. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessari vaxandi óánægju með stefnu nýju gagnrýninnar? Það virðist fyrst og fremst hafa verið mesta firra að kasta hinni sögu- legu afstöðu til þróunar bókmenntanna með öllu fyrir borð, svo þægilegt tæki sem hún hlýtur að vera til bókmenntagagnrýni. Það var W. K. Wimsatt, sem sjálfur er mjög nútíðarlegur í afstöðu sinni til gagnrýni á bókmenntum, er benti á það fyrir nokkrum árum, að tilgangslaust væri að taka til skilgreiningar ljóð, sem sjálfstæða einingu, er væri til aðeina fyrir sjálfa sig og í sjáfri sér, án þess að hún ætti sér nokkrar frekari rætur og skyldleika, sem gildi kunna að hafa. Sérhver sá, sem ætlar að skýra og skilja efnið t.d. í ljóði eftir Dryden, verður að minnsta kosti að búa yfir einhverri þekkingu á sögu Englands á öndverðri seytjándu öld. Á sama hátt getur það verið mjög nytsamlegt til aukins skilnings á líking- um og byggingu eins ljóðs, að þekkja nokkuð til þess andrúmslofts, sem skáldið dvaldist í, og jafnvel vita nokkur skil á þróunarsögu þess máls, sem það ritaði á. Sú hætta, sem sá angi nýgagnrýninnar, er einkum leggur áherzlu á sál- greiningu bókmenntanna, felur í sér, kemur einna gleggst fram í hinu furðu- lega verki Marie Bonaparte um skáldið Alexander Poe, en þar eyðir hún miklu máli í sálfræðilegar útlistanir á því, hvers vegna Poe minntist á persónu að nafni Reynolds, ökömmu áður en hann gaf upp öndina. Það verður á hinn bóginn deginum ljósara, þegar athugaðar eru allar þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.