Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 41

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 41
FÉLAGSB RÉF 39 ÞaS er bariS aS dyrum. RITHÖF.: Hver skyldi nú vera að ónáða mig um þetta leyti? Aldrei er friður. (Kallar stundarhátt). Andartak! Gera svo vel að bíða andar- tak. (Hann snarast fram úr, lítur á fötin á stólnum mefi óánœgjusvip). Drottinn minn! Verð ég að fara í þessi andskotans gjafaföt! Iivenær skyldi ég eignast pening til þess að leysa út hin fötin? (tekur bux- urnar og fer í þœr). En ég er víst tilneyddur að fara í þessi, enda þótt ég verði að aumingja í hvert sinn, sem ég klæðist þeim. Aftur er bariS aS dyrum, nú mun fastar. RITHÖF. (þrífur jakkann): Andartak — bara andartak (fer fram aS dyr- um og opnar). (Fyrir utan stendur húseigandinn, frú Lára, gildvaxin og virSuleg). FRÚ LÁRA (kuldalega): Góðan dag. Ég mátti svo sem eiga von á því að þér væruð ekki kominn á fætur, þótt komið sé fram undir hádegi. RITHÖF.: Góðan daginn, frú. Já, ég fer stundum seint á fætur, þegar ég er að skrifa fram eftir öllu. Mér gengur alltaf bezt að skrifa á nóttunni. FRO LÁRA (háSslega): Nú-já. Mér kemur það nú ekki við, hvenær yður gengur bezt að skrifa. En þér vitið, að í dag rennur út síðasti frestur. Ef þér hafið ekki greitt fyrir klukkan fjögur í dag, læt ég bera yður út. RITHÖF.: Kæra frú, þér megið til að hafa biðlund enn í nokkra daga. Ég skal segja yður, ég á bara enga peninga, annars skyldi ég borga yður strax. FRO LÁRA (hörkulega): Kemur mér ekki við. Ég minni yður aðeins á þetta, að fyrir klukkan fjögur í dag verðið þér að hafa greitt eða vera fluttur — annars læt ég bera yður út! RITHÖF. (stynur þungan): Ég hef bara engin ráð (verSur litiS út undan sér til bókaliillunnar) nema — nema ég selji bækurnar mínar. FRO LÁRA: Þér um það. Þér um það, hvernig þér gangið frá yðar fjár- málum. Mér ber að sjá um mín, ekki yðar. Sælir! skellir aftur hurSinni). RITHÖF. (snýr sér viS og lítur yfir vistarveru sína): Já, að byrja sem póet en enda sem fornbókasali. Var það ekki einmitt þannig, sem hann komst að orði? ENDIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.