Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 44
42
FÉLAGSBRÉF
hann hlessaður öðlingurinn hann séra Einar minn var og hét. En húið
er það, já búið er það eins og allt gott, og María guðsmóðir fyrirgefi mér.
Hún krossar sig og tautar niður í barminn. — Já, hann Staður, segir hún.
— Nú það er svona fimm bæjarleiðir héðan og þetta betur. Patar út í
loftið. — Upp við brekkuna, svolítið lengra en liéðan sér. Bezt að fylgja
árbökkunum. Þið sjáið blessaða kirkjuna, þegar þið nálgizt. Stendur á
hólnum fram af bæjarhúsunum.
Fólkið þakkar upplýsingarnar. Tínist á bak hestunum og kveður. Föru-
konan tifar stuttstíg og hraðstíg suður götur fellsins, en ferðafólkið heldur
norður af leitinu. Göturnar liggja niður á árbakkana. Fólkið skimar yfir
græna sléttuna framundan.
— Þetta lízt mér hetur á, segir maðurinn. — Hér er vítt um sveit og
mikil engjalönd.
Þau halda norður með ánni að austan. Hún er lílil og lygn og liðast i
ótal krókum milli grænna bakka. Austan sléttunnar streymir Skjálfanda-
fljót til hafs. Þungar dunur berast frá Ullarfossi suðaustan sléttunnar. Þar
steypist austuráll fljótsins fram af hamrabrúnum Þingeyjar. Dökkir skóg-
ar marka svip austurhlíða um Núp, Mánafell og Fljótsdalsheiði. Silfurgráar
grávíðisfleskjur lita bakka fljótsins.
Vesturhlíðar dalsins eru hærri. Að baki þeirra horfa önnur fjöll yfi1'
brúnir undirhlíðanna. Bládökk. Brynjuð fönnum. Þetta er hinn mikli bálk-
ur Kinnarfjalla. Þau hvessa brúnir til hafs. Ógeng víða. Hömrum girt-
— Svo þetta er Kinn, segir konan.
— Já, segir maðurinn. — Nú er hann Fúsi kominn í Kinn. Brosir við-
Horfir hugsandi fram á veginn. Hópurinn þokast norður bakkana. Það
er árið 1554.
Sigfús heitir hann og er Guðmundsson. Hann er prestur og kemur innan
frá Eyjafirði. Upp alinn á Svalbarðsströnd. Hann kallar sig Fúsa. Stundum
skrifar hann sig Fúsa Gvendsson. Slíkt er ekki óalgengt á þeirri tíð. Jafn'
vel auðugir og háttsettir virðingarmenn nota stundum nafnastyttingar.
Sigfús Guðmundsson ríður í hlað á Stað í Kinn þennan vordag f>'r11
rúmlega fjögur hundruð árum. Sennilega er þar lítið um móttökur. Siða
skiptin eru aðeins þriggja ára gömul og norðlenzkir bændur eru tómhítir
um klerka nýs siðar. Einar Hjaltason, hinn gamli prestur staðarins, el
horfinn frá kjól og kalli og býr nú á Eyjadalsá í Bárðardal í hárri elh-