Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 20
ALEXANDER COWIE: Nýja gagnrýnin er að verða gömul Höfundur þessarar greinar, Alexander Cowie, hefur um langt árabil verið pró- fcssor í enskum og amerískum bókmenntum við Westlcyan University í Bandaríkjunum. Hann kom við hér í Reykjavík fyrir rúmu ári á leið sinni frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna og hclt tvo fyrirlestra á vegum Háskóla íslands, en annar þeirra fjallaði um sama efni og grein sú, sem hér birtist f íslenzkri þýðingu. Bitstjóri Fé- lagsbréfa fór þá fram á það við prófessor Cowie, að hann léti ritinu í té grein um nýgagnrýnina, og: varð hann fúsiega við þeim tilmœlum. Er ánægja að því að geta flutt lesendum umsögn hans um þetta athyglisverða fyrirbrigði í bókmenntum nútímans. Jþess sér ýmis merki, að hin svonefnda nýja gagnrýni, sem verið hefur nærri alls ráðandi undanfarin þrjátíu ár, hafi nú að mestu runnið skeið sitt á enda sem stefna bókmenntalegs eðlis. Þetta var afsprengi tíma- bils, sem hafði meiri áhuga á aðferðum og skilgreiningum en sköpun. Þegar árið 1928 veitti George Santayana því athygli, að mikilvægar veðra- breytingar voru farnar að gera vart við sig á sviði lista og bókmennta: það „andrúmsloft“, sem hann hafði alizt upp í sem unglingur, „var mettaÖ tilfinningum skálda og annarra, sem voru snortnir trúarlegum áhuga eða trúarlegum dapurleik. Fegurðin (sem nú má ekki nefna á nafn) var þá lifandi veruleiki eða kveljandi vöntun, jafnt á nóttu sem degi; sagan hljómaði í eyrum okkar: og jafnvel sálarfræðin eða sálfræðileg skilgrein- ing á listaverkum gat ekki numið á brott hina mannlegu eiginleika listar- innar. Hún var hinn mikli minnisvarði okkar, hin stórfenglega opinberun og skýring á því, hverju sálin hafði nærzt á, hvaða kjör hún hafði búið við á sínum betri dögum. En nú virðist sem skilgreiningin og sálarfræðin standi ein uppi; allur andlegur áhugi er glataður, sálin þarfnast einskis lengur. í þessu efni hefur hugur mannsins þornað upp; listin er orðin takmark í sjálfu sér, sem rannsaka þarf á vísindalegan hátt eins og hvert annað caput mortuum: og þá er engu síður búið að ganga af lífrænum þætti viðfangsefnisins — skrásetningu mannlegra tilfinninga og mannlegs álits — dauðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.