Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 24
22 félagsbréf upplýsingar, sem varðveitzt hafa um síðuslu stundirnar í lífi Poes, að þess- ar sálfræðilegu útlistanir eru með öllu út í hött. Nýgagnrýnendurnir stæra sig af því að geta sagt til um, hvað bókmenntalegt verk segi eða hvaða boðskap það flytji, og það á líðandi stundu, án tillits til þess, hvað höf- undurinn ætlaði sér með því. Aftur á móti hefur það komið til álits, hvort það væri ekki leyfilegt (og gagnlegt) að krefjast einnig einhverrar þekkingar á því umhverfi og þeim tildrögum, sem ljóðið er sprottið úr. Svo virðist þó sem það ætti ennþá að vera mögulegt að hafa varfærin not af hinni sagnfræðilegu afstöðu til bókmenntagagnrýninnar. Þeir eru nokkuð margir, sem ekki taka vel þeirri stærilálu yfirlýsingu eins gagnrýnandans, að merkilegar framfarir í aðferðum til listagagn- rýni geri athugun ljóðs af hálfu fyrsta flókks gagnrýnanda jafn vand- virknislega og nákvæma og vísindalega efnagreiningu. Dregið hefur verið í efa, að nokkurn tíma sé hægt að leggja innsta leyndardóm listaverks undir vísindalega mælistiku; hvort smásjáin, reikningstokkurinn og ljós- mælirinn séu tæki, sem nota megi til að auka lesanda skilning á fögru blómi ljóðsins, ef svo má að orði komast. Er raunverulega náinn skyld- leiki milli frumubyggingar hlómsins og ljóðsins? Hversu nytsamleg eru nákvæm mælitæki í leitinni að gildi þess verks, sem sprottið er af ímynd- unarafli listamannsins? Sannleikurinn er sá, að umsögn þá, sem mikil- vægust er að því er varðar ákveðið ljóð, er ekki unnt að leggja undir sönn- unaraðferðir eða prófraunir rannsóknarstofu. Aðeins þau atriði, Iseni skipta tiltölulega litlu máli — svo sem hvort sonnetan hafi petrarkískan bragarhátt eða hversu margar hómerískar samlíkingar megi finna í kvæð- inu, og annað því um líkt — er unnt að ákvarða á „vísindalegan“ hátt. Þegar Wimsatt segir, að það að dæma um ljóð sé eins og að dæma um búðing eða vél, þá hefur hann auðsjáanlega engan áhuga á þeim ljóðum, sem hafa mi'kið innra gildi sem list. Sérstök andstaða hefur komið fram gegn ofnotkun á kenningum Ereuds við túlkun listaverka, og þá alveg sérstaklega lúlkun þeirra verka, sem til voru löngu áður en formleg skilgreining á grundvallarkenninguni Freuds var raunverulega fyrir hendi. Áhrif Freuds á bókmenntirnar — en almennt er viðurkennt að liann hafi haft jafnmikil áhrif á mann- lega hugsun og Kópernikus — voru óhjákvæmileg; og það væri alveg rangt að halda því fram, að þessi áhrif hafi að öllu leyti verið óæskileg- Sumir gagnrýnendur hafa aftur á móti misskilið kenningar Freuds og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.