Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 39

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 39
FÉLAGSBRÉF 37 þegar hann svalt eins og önnur góð skáld, þá var hann vanur að segja, að eiginkona væri sá munaður, sem hann myndi veita sér síðast af öllu. Það er því ánægjulegt >að vita til þess að hann getur eftir þvi að dæma veitt sér allan hugsanlegan munað. Hins vegar samhrygg- ist ég þér af heilum hug að missa jafn eigulega konu og hana Kristínu. Ég skil það vel, að þú munir sjá eftir henni. BÓKAÚTGEF.: Já, ég sé eftir henni og telpunni minni. En um það þýðir ekki að sakast. Kristín er frjáls borgari í frjálsu landi og hefur auð- vitað leyfi til þess að yfirgefa mig, ef hún telur sig ekki gefca búið lengur með mér. RITHOF.: Alveg rétt, alveg rétt. Það er að sjálfsögðu skynsamlegast að taka þessu svona. BÓKAÚTGEF.: Ef ég bara gæti fengið loforð hjá þér fyrir handriti á næsta ári, þá myndi ég fá lán út á það til þess að komast úr verstu kröggunum. RITHÖF. (óþolinmóðlega): Ég er búinn að segja þér, að ég get það ekki nema með þeim skilyrðum, sem við höfum samþykkt í félaginu. Og þótt ég vildi gjarnan gera þér greiða, þá kemur ekki til mála, að ég gerist félagsskítur. BÓKAÚTGEF.(eymdarlega): Mér þykir leiðinlegt að vera að þylja þér þessar raunatölur mínar. En ég sé bara ekki, hvernig ég á að fara að komast af. Ég segi þér satt, að ég hef ekki einu sinni getaS haldið mig skammlaust í mat. RITHÖF. (áhugalítiS): Jæja, er það virkilega svona mögur atvinna að vera bókaútgefandi ? BÖKAÚTGEF. : Að maður ekki tali um að geta klætt sig. Ég varð fyrir því óláni, að yfirhöfninni minni var stolið frá mér í haust. Og síðan hef ég orðið að vera yfirhafnarlaus, hverju sem viðrar, því að ég hef ekki haft efni á að fá mér aðra. RlTHÖF. (stenduT á fœtur og gengur aó klœóaskápnurn): Ég get bætt úr því, Auðbjörn minn. Hér á ég vandaðan vetrarfrakka, sem ég er hættur að nota. Gerðu svo vel, ég ætla að gefa þér hann. Að vísu er hann í það stytzta á þig, en ég hygg hann sé næstum nógu víður, af því að þú hefur lagt af. En það er alltént skjól í honum. BÓKAÚTGEF.: Kærar þakkir. Hann kemur sér vissulega vel fyrir mig undir veturinn eins og nú stendur á fyrir mér — en — en... .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.